Bolludagur, sprengidagur og öskudagur

Dagana 11., 12. og 13. febrúar eru bolludagur, sprengidagur og öskudagur og eru þeir haldnir hátíðlegir samkvæmt hefðum hér í Jötunheimum.   Á bolludag eru bollur í mat og kaffitíma. Á sprengidag er saltkjöt og baunir í matinn… túkall. Öskudag (eða búningadag eins og börnin kalla hann) er búningaball í salnum þar sem kötturinn er sleginn úr tunnunni.