Þróunarverkefni 2017-2018


„Við erum eins og samfélag“ – Uppbygging lærdómssamfélags í Jötunheimum

Skólaárið 2017–2018 ætlum við að vinna að þróunarverkefninu „Við erum eins og samfélag“ – Uppbygging lærdómssamfélags í Jötunheimum. Verkefnið verður styrkt af Sprotasjóði og felst í því að auka fagmennsku kennara, styrkja starfsaðferðir kennara og efla skólamenningu leikskólans Jötunheima.

Verkefnastjóri er Júlíana Tyrfingsdóttir, leikskólastjóri og doktorsnemi í Háskóla Íslands.

Markmið verkefnisins tekur til þriggja þátta. Þættirnir fléttast saman á einn eða annan hátt og mynda þannig það samfélag sem við í Jötunheimum viljum efla.

Þessir þættir eru:

1) auka fagmennsku kennara en forsenda þess er að vinna í teymum og festa þannig í sessi vinnubrögð lærdómssamfélagsins.

2) styrkja starfsaðferðir kennara. Að kennurum sé búin umgjörð til að geta þróað og tileinkað sér vinnubrögð í átt að lærdómsamfélagi.

3) efla skólamenningu leikskólans Jötunheima með virkri og opinni samræðu í teymum, á starfsdögum og á starfsmannafundum.

Stofnuð verður verkefnastjórn innan leikskólans sem mun starfa í nánu samstarfi við verkefnastjóra og alla þátttakendur verkefnisins.

 

Verkefnastjórn:

 • Júlíana Tyrfingsdóttir – verkefnastjóri
 • Guðný Ingibjörg Rúnarsdóttir – aðstoðarleikskólastjóri
 • Rannveig Bjarnfinnsdóttir – sérkennslustjóri
 • Valgerður Rún Heiðarsdóttir – deildarstjóri Sólbakka
 • Anna Þóra Guðmundsdóttir – deildarstjóri Sunnuhvols
 • Bára Kristbjörg Gísladóttir – deildarstjóri Fagurgerðis
 • Ingunn Helgadóttir – deildarstjóri Aðalbóls
 • Sandra Vachon – deildarstjóri Fossmúla
 • Dagný Björk Ólafsdóttir – deildarstjóri Merkilands

 

Teymi 1 (Vantar nafn)
Verið er að mannateymið

 • Guðrún Hrafnhildur Klemenzdóttir – Teymisstjóri
 • Birna Dögg Björnsdóttir – Matráður
 • ?
 • ?
 • ?

Fundargerðir:

Verkefnaáætlun: