Grænn dagur

miðvikudaginn 28, maí er grænn dagur hjá okkur í leikskólanum, gaman væru ef börnin kæmi með eða væru í einhverju grænu. Sama dag er líka sameiginleg söngstund í salnum.

 

Útskriftarferð

Hin árlega útskriftarferð elstu barna verður fimmtudaginn 22. maí. Lagt verður af stað frá leikskólanum klukkan 9 og er áætluð heimkoma milli 15:30 og 16:00.

Útskrift

Útskrift elstu barnanna verður að þessu sinni haldin í Sunnuklækjarskóla, í fjallasalnum, þriðjudaginn 13. maí klukkan 16:30.

Maxímús Músíkus

Miðvikudaginn 23. apríl bauð Menningarsjóður Suðurlands tveimur elstu árgöngum leikskólans á tónsöguna Maxímús Músíkús kætist í kór í flutningi Sinfóníuhljómsveit Íslands ásamt músinni skemmtilegu Maxímús Músíkus og sögumanni.

Maxímús Músíkús

Þann 23. Apríl kl. 11.15 er tveimur elstu árgöngum leikskólans boðið að koma í Íþróttahús Vallaskóla og hlusta á tónsöguna Maxímús Músíkús kætist í kór.  Það er Sinfóníuhljómsveit Íslands ásamt músinni skemmtilegu Maxímús Músíkús og sögumanni sem flytja.  Það er Menningarráð Suðurlands sem stendur fyrir þessu og kunnum við því bestu þakkir fyrir. 

Gulur dagur

Gaman væri ef börnin kæmu með eða væru í einhverju gulu í leikskólanum í dag 🙂

Sameiginleg söngstund í sal

16. apríl sameinumst við öll í salnum og syngjum saman lög sem deildirnar hafa valið.

Vorskóli í Vallaskóla

Börn fædd 2008 sem hafa verið innrituð í Vallaskóla komandi haust fara í vorskóla í Vallaskóla 8. og 9. apríl næstkomandi. Báða dagana eru þau frá 13:20 til 15:20.

Börnin fá nesti með sér frá leikskólanum. Leikskólakennarar fylgja þeim í skólann og eru með þeim allan tímann.

Nýr leikskólastjóri

Nú eru þær breytingar að verða hér í leikskólanum að leikskólastjórinn okkar, hún Helga Geirmundsdóttir lætur af störfum þann 1. maí n.k.  Í hennar stað hefur verið ráðin Júlíana Tyrfingsdóttir en hún hefur undanfarin ár verið leikskólastjóri í Álfaborg í Biskupstungum.  Við kveðjum Helgu með söknuði og hlökkum til að vinna með Júlíönu.  Óskum þeim báðum velfarnaðar á nýjum vettvangi. (meira…)

Vorskóli í Sunnulækjarskóla

Börn fædd 2008 sem hafa verið innrituð í Sunnulækjarskóla komandi haust fara í vorskóla í Sunnulækjarskóla 31. mars og 1. apríl næstkomandi. Báða dagana eru þau frá 13:20 til 15:20.

Börnin fá nesti með sér frá leikskólanum. Leikskólakennarar fylgja þeim í skólann og eru með þeim allan tímann.