Rýmingaræfing

Í morgun var rýmingaræfing í Jötunheimum. Hún gekk þannig fyrir sig að brunakerfið var ræst klukkan 10:30 og húsið rýmt í kjölfarið. Hringt var í 112 og óskað var eftir dælubíl frá Brunavörnum Árnessýslu til þess að æfingin yrði eins raunveruleg og hægt var.  Allt gekk vel og fumlaust fyrir sig og tilvalið fyrir ykkur kæru foreldrar að ræða upplifun barnanna þegar heim er komið. Nú vinnum við í að endurmeta rýmingaráætlun skólans og þegar þeirri vinnu er lokið verður hún sett á heimasíðu leikskólans.

Kveðja leikskólastjóri