Sungið út um allan bæ!

Elstu börnin í Sveitarfélaginu Árborg fóru í tónleikaferð föstudaginn 14. maí. Þetta var liður í hátíðinni Vor í Árborg og voru alls um 116 börn sem sungu. Þau voru sótt í rútum og byrjuðu á að mæta á Ráðhúströppurnar á Selfossi

þar sem þau stilltu sér upp og sungu af mikill innlifun fjögur lög. Næst var farið í Grænumörk þar sem var að hefjast sýning á handverki frá eldri borgurum, þar var boðið upp á safa að loknum söng og svo var stefnan tekin í Æskukoti á Stokkseyri og sungið þar af hjartans lyst og síðast í Brimveri á Eyrarbakka. Þar léku börnin sér góða stund og fengu í lokin kókómjólk og kleinur áður en haldið var heim á leið um kl. 16.30. Þetta var skemmtilegur og strembinn dagur og allir þreyttir en sælir.