Verklag vegna afsláttar á leikskólagjöldum

Verklag vegna afsláttar á leikskólagjöldum

Afsláttur til einstæðra foreldra

 Afsláttur er veittur að fenginni umsókn. Umsókn skal endurnýjuð árlega, fyrir 15. ágúst og afhent leikskólastjóra í viðkomandi leikskóla. 

Umsóknareyðublöð eru hjá leikskólastjóra eða deildarstjóra.

  • Foreldri sem greiðir námsgjald sem einstætt foreldri þarf að vera skráður einstæður í þjóðskrá.
  • Sveitarfélagið Árborg getur óskað eftir frekari staðfestingu á því að foreldrar séu einstæðir, s.s. að þeir undirriti staðfestingu þess efnis.
  • Ef foreldrar skilja/slíta sambúð þarf að skila leikskólastjóra staðfestingu frá sýslumanni þess efnis.
  • Afsláttur reiknast frá 1. degi næsta mánaðar eftir að staðfesting hefur borist leikskólastjóra. Afsláttur sem veittur er á grundvelli rangra eða villandi upplýsinga er endurkræfur samkvæmt almennum reglum kröfuréttar og verða hlutaðeigandi krafðir um mismuninn.
  • Afsláttur er ekki veittur afturvirkt.

( Reglur um leikskóla í Árborg 1. janúar 2017)