Jötunheimar


Jotunheimar

Leikskólinn Jötunheimar

Leikskólinn Jötunheimar hóf starfsemi sína 8. september 2008 í 980 fm. húsnæði við sameiningu leikskólanna Glaðheima og Ásheima í nýju húsnæði. Húsnæði og búnaður leikskólans er sniðinn að þörfum barna og starfsmanna og því starfi sem þar fer fram. Umhverfi leikskólans býður upp á góðar gönguleiðir og í næsta nágrenni skólans er skógur þar sem hægt er að fara í vettvangsferðir. Leikföng og efniviður leikskólans eru fjölbreytt og hægt er að nota þau á margvíslegan hátt í leik og skapandi starfi. Skólastarf Jötunheima byggir á lögum um leikskóla nr. 90/2008 með breytingum sem tóku gildi 8. apríl 2009 og Aðalnámskrá leikskóla sem gefin var út í febrúar 2012.

Teikning af Jötunheimum

Teikning af Jötunheimum

Leikskólinn er 6 deilda, þrjár deildir yngri barna og þrjár deildir eldri barna. Deildum og öðrum vistarverum voru gefin nöfn gamalla húsa í sveitarfélaginu Árborg. Samtals tekur leikskólahúsnæðið 135 börn þegar fyllt hefur verið í öll pláss. Rekstraraðili er Sveitarfélagið Árborg.

Símanúmer skólans eru:

  • Aðalnúmer 480 6370
  • Leikskólastjóri 480 6372
  • Aðstoðarleikskólastjóri 480 6373
  • Sérkennslustjóri 480 6375
  • Fagurgerði 480 6381
  • Sunnuhvoll 480 6382
  • Sólbakki 480 6383
  • Aðalból 480 6384
  • Merkiland 480 6385
  • Fossmúli 480 6386

Skólanámskrá Jötunheima 2015-2019    Er í endurskoðun

Leikskoladagatal-2019-2020

Menntastefna-Árborgar-2018-2022

Læsisstefna Árborgar

Læsisstefna Jötunheima

Reglur um samskipti skóla og trúfélaga í Árborg

Gjaldskrá leikskóla 2019

Reglur um leikskóla í Árborg 1.mars 2019

Yfirlit yfir helstu smitsjúkdóma barna

Reglur um breytingar á dvalartíma í leikskólum og skólavist Árborgar
Óski foreldrar/forráðamenn eftir að breyta dvalartíma og/eða kaupum á mat og/eða hressingu verða þeir að tilkynna það viðkomandi leikskólastjóra/forstöðumanni skólavistunar eigi síðar en 15. hvers mánaðar. Breyting á gjaldtöku tekur þá gildi næstu mánaðarmót á eftir.