Samstarf leik- og grunnskóla í Árborg


Samstarf leik- og grunnskóla í Árborg

Samstarf  leik- og grunnskóla í Árborg byggist á tveggja daga heimsóknum elstu barnanna í apríl. Skólaheimsóknirnar fara fram eftir að almennum  kennsludegi grunnskólans lýkur. Markmiðið með heimsóknunum er að kynna grunnskólann fyrir börnunum. Þau fá  að skoða skólann og taka þátt í ýmsum verkefnum undir stjórn grunnskólakennara. Undirbúningur er í höndum kennara yngstu barnanna í grunnskólunum og deildarstjóra elstu barnanna í leikskólanum. Óformlegar heimsóknir eru í boði á skólatíma þar sem börn fá að koma inn í bekk og skoða skólavistun. Á hverju hausti koma nemendur í fyrsta bekk í tvær heimsóknir í leikskólann. Skilafundur er haldinn á hverju vori þar sem sitja fulltrúar beggja skólastiga.

Samstarf leikskóla og grunnskóla í Árborg Uppfært2018