Haust og vetrarlög


Litla flugan

Lækur tifar létt um máða steina.

Lítil fjóla grær við skriðufót.

Bláskel liggur brotin milli hleina.

Í bænum hvílir íturvaxin snót.

Og ef ég væri orðin lítil fluga

Ég inn um gluggann þreytti flugið mitt.

Og þó ég ei til annars mætti duga

Ég eflaust gæti kitlað nefið þitt.

 

Komdu kisa mín

Komdu kisa mín, kló er falleg þín

og grátt þitt gamla trýn.

Mikið malar þú, mér það líkar nú,

víst ert þú vænsta hjú.

Banar margri mús, mitt þú friðar hús.

Ekki’ er í þér lús, oft þú spilar brús.

Þú ert sniðug létt og liðug leikur bæði snör og fús.

Við skulum drekka dús.

 

Út um mó

Út um mó, inn í skóg,

upp í hlíð í grænni tó.

Þar sem litlu berin lyngi vaxa á,

tína, tína, tína má.

Tína þá berjablá

börn í lautu til og frá.

Þar sem litlu berin lyngi vaxa á,

tína, tína, tína má.

 

Einu sinni á ágústkvöldi

Einu sinni á ágústkvöldi

austur í Þingvallasveit

gerðist í dulitlu dragi

dulitið sem enginn veit,

nema við og nokkrir þrestir

og kjarrið græna inní Bolabás

og Ármannsfellið fagurblátt

og fannir skjaldbreiðar

og hraunið fyrir sunnan Eykta

rás.

Þó að æviárin hverfi

út á tímans gráa rökurveg,

við saman munum geyma þetta ljúfa lyndarmál

landið okkar góða þú og ég.

 

Alli, Palli og Erlingur

Alli, Palli og Erlingur þeir ætluðu að fara að sigla

vantaði vænan bát en vita afbragðs ráð.

Fundu gamalt þvottafat sem farið var að mygla

sigla út á sjó og syngja hæ hæ hó.

Seglið var úr afar stórum undirkjól

mastrið það var skófluskaft og skútan lak og valt.

Hæ og hó og hæ og hó og hí.

Skítt með það, við skulum komast fyrir því.

Alli vildi ólmur til Ameríku fara

en Palli sagði Portúgal er prýðis land.

Nei, ertu frá þér, Palli, nú ætlum við að spara

stýrum beint og stefnum upp á Grænlandssand.

Nei, ertu frá þér, Erlingur, nú ertu að fara í kaf,

hatturinn þinn fýkur af og feykist út á haf.

Hæ og hó og hæ og hó og hí.

Skítt með það, við skulum komast fyrir því.

 

RYKSUGAN Á FULLU

Ryksugan á fullu étur alla drullu,

lalalala, lalalala, lalalala.

Skúra skúbb´ og bóna ríf´ af öllum skóna,

lalalala, lalalala, lalalala.

Ef þú getur ekki sungið reyndu þá að klappa.

Og ef þú getur ekki klappað reyndu þá að stappa.

Svo söngflokkurinn haldi sínu lagi.

og syngi ekki sitt af hvoru tagi.

Ryksugan á fullu étur alla drullu,

lalalala, lalalala, lalalala.

Sópa burtu rykið með kúst og gömlu priki.

lalalala, lalalala, lalalala.

Ef þú getur ekki sungið reyndu þá að klappa.

Og ef þú getur ekki klappað reyndu þá að stappa.

Svo söngflokkurinn haldi sínu lagi.

og syngi ekki sitt af hvoru tagi.

Ryksugan á fullu étur alla drullu,

lalalala, lalalala, lalalala

Þrífa allan skítinn svo einhver vilji líta inn.

lalalala, lalalala, lalalala.

Ef þú getur ekki sungið reyndu þá að klappa,

og ef þú getur ekki klappað reyndu þá að stappa.

Svo söngflokkurinn haldi sínu lagi.

Og syngi ekki sitt af hvoru tagi.

 

Haustvísa

Hvert er horfið laufið sem var grænt í gær?

Þótt ég um það spyrji verð ég engu nær.

Blöðin grænu hafa visnað, orðin gul og rauð.

Ef ég horfi mikið lengur verður hríslan auð.

 

Nú er ís á vatni sem var autt í gær.

Yfir landið hélugráum ljóma slær.

Ég brýt heilann um það-segðu mér hvað heldur þú?

Kemur haustið fyrst á morgun?  Er það komið nú?

 

Nú er grettin jörðin eins og gamalt skar.

Sjást nú gráar hærur þar sem grasið var.

Yfir fyrrum gróna bala liggja frosin spor.

Ég verð kuldatíð að þola þar til kemur vor.

Lag: Belgískt þjóðlag

Texti:  Herdís Egilsdóttir
Sumri hallar

Sumri hallar, hausta fer,

heyri snjallir ýtar,

hafa fjallahnjúkarnir

húfur mjallahvítar.Girnast allar elfur skjól

undir mjallar þaki,

þorir varla að sýna sól

sig að fjallabaki.

Verður svalt því veðri er breytt,

vina eins er geðið,

þar sem allt var áður heitt,

er nú kalt og freðið 

Skýin                               

Við skýin felum ekki sólina af illgirni.

Við skýin erum bara að kíkja á leiki mannanna.

Við skýin sjáum ykkur hlaupa,

uu-úps,…..í rokinu.

Klædd gulum, rauðum, grænum, bláum regnkápum.

Eins og regnbogi meistarans, regnbogi meistarans.

Við skýin erum bara grá, bara grá.

Á morgun kemur sólin, hvað verður um skýin þá?

Hvar þá?

Hvar þá?

Hvar verðum við skýin þá?Yfir fjallið

Yfir fjallið fjórir vindar bera bitur boð um kælu

Nun nun nun nun……..

Fjölda hreina smátt við smölum, drífum hjörð í dalinn ofan

Nun nun nun nun………

Líkt og björn er leggst í hýði dyttar karl að kytju sinni

Nun nun nun nun……….

Hlýjum feldum ból er búið, glatt á arni eldur brakar

Nun nun nun nun…………