Vor og sumarlög


Vorvindar

Vorvindar glaðir glettnir og hraðir,

geysast um löndin rétt eins og börn

Lækirnir skoppa, hjala og hoppa

hvíld er þeim nóg í sæ eða tjörn

:,: Hjarta mitt litla hlustaðu á,

hóar nú smalinn brúninni frá

Fossbúinn kveður kætir og gleðir

frjálst er í fjallasal:,:

Mér um hug og hjarta nú

Mér um hug og hjarta nú

hljómar sætir líða.

Óma vorljóð, óma þú,

út um grundir víða.

Hljóma, þar við hús þú sér

hýrleg blómin skína.

Fríðri rós, ef fyrir ber,

færðu kveðju mína.

Græn eru laufin

Græn eru laufin og grasið sem grær

glóðin er rauð og eldurinn skær.

Fífill og Sóley eru fagurgul að sjá

fjöllin og vötnin og loftin eru blá.

Hvítur er svanur sem syndir á tjörn.

svartur er hann krummi og öll hans börn.

                     (þula)                                                               

Ég vitja þín æska

Ég vitja þín æska um veglausan mar

eins og vinar af horfinni strönd.

Og ég man það var vor þegar mættumst við þar

þá var morgun um himin og lönd.

Þar var söngfuglamergð öll á flugi og ferð

en þó flaug enginn glaðar sinn veg

og um heiðloftin blá, vatt sér væng sínum á

og sér vaggaði léttar en ég.

Og þá söng ég um ástina sigurljóð tóm

og um sakleysi æsku og frið.

Og ég leitaði uppi´ öll þau ljúfustu blóm

til að leggja þau hjarta mitt við.

Kossar margtóku þá unga eldheita þrá

sem að eilífðin gæti ekki kælt.

Hve hún heit var og hrein vita vorkvöldin ein

og hve vinina dreymdi þá sælt.

Höfundur:

Þorsteinn Erlingsson f.1858 – d.1914


Lóan er komin

Lóan er komin að kveða burt snjóinn,

að kveða burt leiðindi, það getur hún.

Hún hefur sagt mér að senn komi spóinn,

sólskin í dali og blómstur í tún.

Hún hefur sagt mér til syndanna minna,

ég sofi of mikið og vinni ekki hót.

Hún hefur sagt mér að vaka og vinna,

vonglaður taka nú sumrinu mót.

 

Veturinn líður

Veturinn líður, veturinn líður,

vorblærinn þíður vaknar á ný.

:,:Þá syngja allir fuglar bella bimba,

bella bimba, bella bimba.

Þá syngja allir fuglar bella bimba,

bella bimba, bella bimm:,:


Vertu til

Vertu til er vorið kallar á þig,

vertu til að leggja hönd á plóg.

Komdu út því að sólskinið vill sjá þig,

:,:sveifla haka og rækta nýjan skóg.:,:

 

Við göngum mót hækkandi sól

Við göngum mót hækkandi sól, sól, sól

og sjáum hana þíða allt er kól, kól, kól,

:,:svo vætlurnar streyma og vetrinum gleyma

því vorið er komið með sól, sól, sól.:,:

Ó, heill sé þér bráðláta vor, vor, vor.

Velkomið að greikka okkar spor, spor, spor,

:,:því ærsl þín og læti og ólgandi kæti

er æskunnar paradís, vor, vor, vor.:,:

Og hjörtu' okkar tíðara slá, slá, slá.

Við slöngvum deyfð og leti okkur frá, frá,frá

:,:og leggjum til, iðin, í leysingjakliðinn

það litla sem hvert okkar má, má, má.:,:

 

Vor í lofti

Nú heilsar okkur sól og blíður sunnanblær,

blíður, fríður, blíður sunnanblær.

Og grasið er svo miklu grænna en í gær,

grænna en í gær.

VIÐLAG:

Því nú er bjart og nú er vor í lofti,

já nú er bjart og sólskinið er hlýtt,

já nú er jörðin glöð því nú er vor í lofti

og lífið splunkunýtt.

Og út um alla móa birtast lítil blóm,

birtast, birtast, birtast lítil blóm.

Og brumið vex á trjánum og börnin fara úr skóm,

börnin fara úr skóm.

VIÐLAG

Og fuglar saman byggja sér bústað uppi í tré,

byggja, byggja, bústað uppi í tré.

Og bóndinn kátur rekur á fjallið allt sitt fé,

rekur allt sitt fé.

VIÐLAG

Og jörðin fer að dansa og jörðin skellihlær,

jörðin, jörðin, jörðin skellihlær.

Hún elskar ykkur sól og blíði sunnanblær,

blíði sunnanblær.

VIÐLAG

Lag og texti Valgeir Guðjónsson

 

Vikivakar

Sunnan yfir sæinn breiða

sumarylinn vindar leiða.

Draumalandið himinheiða

hlær og opnar skautið sitt.

Vorið kemur, heimur hlýnar

hjartað mitt!

Gakk þú fram í græna lundinn,

gáðu fram á bláu sundin.

Mundu, að þá er stutt hver stundin,

stopult jarðneskt yndi þitt

Vorið kemur, heimur hlýnar

hjartað mitt!

Allt hið liðna er ljúft að geyma,

láta sig í vöku dreyma.

Sólskinsdögum síst má gleyma,

segðu engum manni hitt!

Vorið kemur, heimur hlýnar

hjartað mitt!

Lag og texti: Valgeir Guðjónsson

              

Vorið góða grænt og hlýtt

Vorið góða grænt og hlýtt,

græðir fjörum dalinn.

Allt er nú sem orðið nýtt,

ærnar, kýr og smalinn.

 

Kveður í runni, kvakar í mó

kvikur þrastasöngur.

Eins mig fýsir alltaf þó

aftur að fara í göngur

  

Með sól í hjarta

Með sól í hjarta

og söng á vörum,

við setjumst niður

í grænni laut.

Í lágu kjarri við

kveikjum eldinn,

kakó hitum og

eldum graut….

 

 Maístjarnan


Ó, hve létt er þitt skóhljóð

ó, hve lengi ég beið þín,

það er vorhret á glugga

napur vindur, sem hvín,

en ég veit eina stjörnu,

eina stjörnu sem skín,

og nú loks ertu komin,

þú ert komin til mín.

Það eru erfiðir tímar,

það er atvinnuþref,

ég hef ekkert að bjóða,

ekki ögn sem ég gef,

nema von mína og líf mitt

hvort ég vaki eða sef,

þetta eitt sem þú gafst mér

það er allt sem ég hef.

En í kvöld lýkur vetri

sérhvers vinnandi manns

og á morgun skín maísól,

það er maísólin hans,

það er maísólin okkar,

okkar einingarbands,

fyrir þér ber ég fána

þessa framtíðarlands.

 

Signir sól

Signir sól sérhvern hól,

sveitin klæðist geislakjól.

Blómin blíð, björt og fríð

blikar fjallsins hlíð.

Nú er fagurt flest í dag.

Fuglar syngja gleðibrag.

Sumarljóð, sæl og rjóð,

syngja börnin góð.

Bráðum fæðast lítil lömb

(Lag: Fyrr var oft í koti káttBráðum fæðast lítil lömb,

leika sér og hoppa.

Með lítinn munn og litla vömb

lambagrasið þau kroppa.

Við skulum koma og klappa þeim

kvölds og bjartar nætur,

reka þau í húsin heim,

hvít með gula fætur.

Fuglarnir sem flýðu í haust,

fara að koma bráðum.

Syngja þeir með sætri raust,

sveifla vængjum báðum.

Við skulum hlæja og heilsa þeim,

hjartans glöð og fegin,

þegar þeir koma þreyttir heim

þúsund mílna veginn. 

Sólskin í bæ

Lag: Kátir dagar

Syngjum krakkar sólskin í bæinn

og syngjum krakkar liðlangan daginn

því æskulíf er ljúft eins og draumur

við leik og starf er gleði og glaumur.

Gaman, gaman verk að vinna

víst er mörgu þörfu að sinna

er vorið blítt til verka kveður,

vökum syngjum sólskin í bæ.