Ýmislegt


Æ, elsku mamma er það satt?

Æ, elsku mamma er það satt, ha

eru á bátum fætur?

Nei, nei, það veistu væni minn

því varla ganga þeir

Eru á bátum vængir?

…því varla fljúga þeir.

Er á bátum munnur?

…því varla syngja þeir.

Eru á bátum höfuð

…því varla hugsa þeir.   

o.s.frv.

Lag:Edgar Willems

Texti: Þórarinn Eldjárn

Að fara í gott bað

Á laugardögum þurfum við að fara í gott bað

á laugardögum pabbi og mamma segja það,

þvo sér vel um hendur og nudda á sér kinn

hreinsa litla nebbann og þvo búkinn sinn.

Grípa síðan tannburstann og bursta sína tönn

svo hún verði hvít og falleg eins og fönn.

Því barnið verður hnuggið ef á tönn er komið gat

því þá hefur það ekki borðað hollan mat.

Sápa aftan vinstra og síðan aftan hægra

bakið alveg efst og kannski soldið lægra

ekki gleyma hnjánum eða litlu sætu tánum,

hárið vel að skola en ekki fara að vola!

Á laugardögum þurfum við að fara í gott bað

á laugardögum pabbi og mamma segja það,

þvo sér vel um hendur og nudda á sér kinn

hreinsa litla nebbann og þvo búkinn sinn.

Lag/texti: Soffía Vagnsdóttir

 

Amma og draugarnir

Hún amma mín gamla

lá úti í gljúfri.

Dimmt var það gljúfur

og draugalegt mjög.

En amma mín mælti,

og útaf hún hallaði sér:

"Ég læt engan svipta mig svefni í nótt

sama hver draugurinn er."

Kom þar hún Skotta

með skotthúfu ljóta.

Tönnum hún gnýsti,

glotti og hló

En amma mín mælti…

Kom þar hann Móri

á mórauðri treyju,

Ofan sitt höfuð

af hálsinum tók.

En amma mín mælti..

Kom þar hann Glámur

með glyrnurnar rauðar.

Kurteislegt ekki

var augnaráð hans,

En amma mín mælti..

Kom þar einn boli,

kenndur við Þorgeir,

æstur í skapi

og öskraði hátt.

En amma mín mælti …

Loks kom hann afi

að leita að ömmu,

"Æ ertu hér," sagði hann

"elskan mín góð”.

En amma mín mælti…

Höfundur texta: Jónas Árnason

Írskt lag

Bátasmiðurinn

Ég negli og saga og smíða mér bát

og síðan á sjóinn ég sigli með gát.

Og báturinn vaggar og veltist um sæ,

ég fjörugum fiskum með færinu næ.

Lag: Sænskt þjóðlag

Texti: Birgir Sigurðsson

Dropalagið

,,Dl” ,,dl” ,,dl” ,,dl”

segja droparnir við pollinn,

,,dl” ,,dl” ,,dl” ,,dl”

segja droparnir við pollinn,

og þeir stinga sér í kaf

og breyta pollinum í haf!

(skella í góminn á „dl”)

Lag /texti: Soffía VagnsdóttirFuglahræðan

(Allir liggja eða kúra sig niður og syngja hægt og rólega)

Þegar allar kýrnar sváfu

og nóttin var skollin á.

(standa á fætur, út með hendur og tala/syngja)

Upp spratt ein fuglahræða

og hátt hún sagði þá:

(hrista hendur, hrista höfuð – syngja)

Ég er dinglum-danglandi fuglahræða

með dinglum-danglandi hatt.

(standa á öðrum fæti til skiptis og hrista hendi og fót)

Ég get hrist mig svolítið hér,

Ég get hrist mig svolítið þar

Höf. ókunnur