Sirkus Íslands

Sircus Ísland 001 Sircus Ísland 002 Sircus Ísland 003 Sircus Ísland 004Í morgun kom Sirkus Íslands til okkar í boði foreldrafélagsins. Tveir hressir sirkuslistamenn mættu hingað með glens, grín og ótrúlega flott sirkusbrögð. Börnin voru ótrúlega ánægð með sýninguna. Hér eru nokkrar myndir frá sýningunni.

 

Leikskólinn Jötunheimar auglýsir eftirfarandi stöður lausar til umsóknar

Sérkennslustjóri

Leikskólinn Jötunheimar auglýsir eftir sérkennslustjóra í 80% starfshlutfall frá og með 4. ágúst 2016.  Leitað er að áhugasömum og metnaðarfullum einstaklingi sem er fær um að taka að sér umsjón með sérkennslu, stjórnunarlega ábyrgð og þátttöku í stjórnunarteymi.

Meginverkefni:

 • Starfar samkvæmt lögum og reglugerð um leikskóla, lögum um málefni fatlaðra, öðrum lögum er við eiga, aðalnámskrá leikskóla og skólastefnu Árborgar.
 • Faglegur umsjónarmaður sérkennslu í leikskólanum og veitir ráðgjöf til annarra starfsmanna leikskólans.
 • Hefur yfirumsjón með gerð verkefna og ber ábyrgð á gerð einstaklingsnámskráa fyrir börn sem njóta sérkennslu.
 • Veita foreldrum/forráðamönnum barna stuðning, fræðslu og ráðgjöf.
 • Þátttaka í stefnumörkun skólans ásamt stjórnunarteymi og öðru samstarfsfólki.

Menntun og hæfniskröfur:

 • Leikskólakennaramenntun
 • Framhaldsmenntun í sérkennslufræðum og/eða reynsla af sérkennslu
 • Sýni jákvæðni, frumkvæði og samstarfsvilja.
 • Góð færni í mannlegum samskiptum.
 • Reynsla, áhugi og hæfni í starfi með börnum.
 • Góðir skipulagshæfileikar
 • Færni til að tjá sig í ræðu og riti.

 

Leikskólakennarar

Um er að ræða 100% stöður frá og með 4. ágúst 2016. Helstu verkefni og ábyrgð leikskólakennara er að vinna að uppeldi og menntun leikskólabarna samkvæmt starfslýsingu leikskólakennara.

Menntun og færnikröfur:

 • Leikskólakennararéttindi
 • Jákvæðni, frumkvæði og samstarfsvilji
 • Færni í mannlegum samskiptum
 • Áhugi, reynsla og hæfni í starfi með börnum
 • Góðir skipulagshæfileikar
 • Færni í að tjá sig í ræðu og riti

Frekari upplýsingar veitir Júlíana Tyrfingsdóttir, sími 480 6372 og áhugasamir geta sent umsóknir á netfangið julianat@arborg.is.

Umsóknarfrestur er til 16. maí 2016.

Störfin henta jafnt körlum sem konum og launakjör eru samkvæmt kjarasamningi Launanefndar sveitarfélaga og viðkomandi stéttarfélags.

Ef ekki fást leikskólakennarar í stöðurnar er öðrum uppeldismenntuðum einstaklingum bent á að sækja um. Hægt er að kynna sér leikskólastarfið á heimasíðu Jötunheima:  http://jotunheimar.arborg.is/

Elsti árgangur í söngferð

Elsti árgangur í söngferð

Í tilefni af hátíðinni Vor í Árborg fór elsti árgangurinn í Jötunheimum í söngferð um Árborg ásamt nemendum úr fleiri leikskólum. Fyrsti áfangastaður var Sólvellir á Eyrarbakka þar sem sungið var fyrir vistmenn og starfsfólk, síðan lá leiðin á Kumbaravog á Stokkseyri og að lokum var endað á Ráðhúsinu þar sem sungið var á tröppunum. Meðfylgjandi myndir voru teknar í ferðinni.

IMG_2077 IMG_2078 IMG_2081 IMG_2087 IMG_2088 IMG_2089 IMG_2090 IMG_2091

Orðaskil – málþroskapróf

Á haustmánuðum 2015 var tekin sú ákvörðun, á samstarfsfundi starfsfólks skólaþjónustu og leikskólastjóra, að á árinu 2016 yrði skimunartækjum í leikskólum  Árborgar fjölgað með því að taka í  notkun málþroskaprófið Orðaskil. Höfundur þess er  Elín Þöll Þórðardóttir, talmeina­fræðingur. 

Málþroska­­prófið byggir á orðaforðagátlista fyrir börn á aldrinum eins og hálfs til þriggja ára. Prófinu er ætlað að mæla orða­forða barn­a svo og hvort þau hafa náð valdi á beygingar­kerfi og setning­a­gerð. Skólar og skólaþjónusta í Árborg leggja áherslu á snemmtækt mat á stöðu barna með aukinni notkun skim­un­ar­­tækja í leik– og grunn­skólum og skipuleggja sem fyrst viðeigandi þjálfun og kennslu út frá niður­stöðum skimunarprófa. Þegar er byrjað að leggja Orðaskil fyrir og áætlað er að það verði gert einu sinni á leikskólagöngu barns á bilinu 2,9 ára til 3,0 ára. Ef barn mælist einu staðalfráviki eða meira frá meðaltali í orðaforða eða setningagerð jafnaldra er veitt viðeigandi íhlutun. Farið verður yfir niðurstöður í foreldraviðtölum.

Heilsugæslan á Selfossi vill minna foreldra á að panta tíma í þroskaskimun 2 ½ árs og 4 ára barna.

Ágætu foreldrar/forráðamenn 2 ½ árs og 4 ára barna

Heilsugæslan á Selfossi vill minna ykkur á að panta tíma fyrir börnin ykkar í þroskaskimun.

Í þessum skoðunum er lagt mat á vöxt og þroska barnsins og jafnframt er það sjónprófað og bólusett í 4 ára skoðuninni samkvæmt tilmælum embættis landlæknis.

Æskilegt er að barnið komi eitt með foreldri/um, til að tryggja sem best næði í skoðuninni. Gera má ráð fyrir að skoðunin taki um 60 mínútur.

Munið að taka með ykkur heilsufarsskrá og bólusetningaskírteini barnsins.

Bestu kveðjur

Anna Guðríður Gunnarsdóttir

Verkefnastjóri ung- og smábarnavernd Selfossi

Skólaheimsókn

Skólaheimsókn í Vallaskóla og Sunnlækjarskóla

Undanfarnar vikur hefur elsti árgangur Jötunheima eða börn fædd 2010 farið í heimsókn í báða grunnskóla bæjarins. Föstudaginn 12. febrúar síðastliðinn var Vallaskóli heimsóttur og  þriðjudaginn 16. febrúar lá svo leiðin í Sunnlækjarskóla. Í heimsóknunum fengu krakkarnir að fara í skoðunarferð um skólana, kíkja í kennslustundir, hitta nemendur og starfsfólk og leika sér í skólavistun. Krakkarnir skemmtu sér mjög vel og margt skemmtilegt að sjá og upplifa. Meðfylgjandi myndir voru teknar í heimsóknunum.

IMG_1644IMG_164320160216_113229l20160216_11321320160212_09454820160212_09475620160216_11221920160212_09480920160216_11221120160216_10342020160212_10084820160212_094503

Öskudagur

Í dag var öskudagur og var mikil gleði í leikskólanum. Búningaklædd börn slóu köttinn úr tunnunni og tjúttað var í salnum eftir það.

IMG_0064 IMG_0066 IMG_0068 IMG_0069 IMG_0070 IMG_0085 IMG_0088 IMG_0107 IMG_0126

Opið hús í Jötunheimum í dag

Í dag er opið hús í Jötunheimum frá kl 13:00-15:30.

SkonsurÍ tilefni dagsins bökuðu matráðarnir okkar skonsur með grjónagrautnum í hádeginu sem mæltist vel fyrir í mannskapinn.

Í salnum ætlum við síðan að vera með litla sýningu þar sem við kynnum brot af því starfi sem fram fer í leikskólanum. Hér er að líta nokkrar myndir sem hafa verið teknar úr salnum í dag.

IMG_0038Flókagerð  IMG_0039 Myndvarpi  IMG_0040Hluti af hljlóðfærunum okkar IMG_0041 Nokkrar hugmyndir úr listastofunniIMG_0042 IMG_0044Ferilmöppurnar og bókaormurinn IMG_0063Sköpunin í smíðinni IMG_0045Verkfærin okkar IMG_0046 Ljósmyndir úr skólastarfinu IMG_0047Töfrar á ljósaborði IMG_0048 IMG_0049 Hreyfingin IMG_0050Sullukarið IMG_0051 IMG_0052 IMG_0053 IMG_0054Læsi og málörvun IMG_0055 IMG_0056 IMG_0057 IMG_0059 IMG_0062 Yfirlitsmyndir úr salnum.

Opið hús í Jötunheimum 5.febrúar 2016

Á laugardaginn er dagur leikskólas og af því tilefni verður opið hús í leikskólanum Jötunheimum á föstudaginn, 5. febrúar frá klukkan 13:00-15:30.

Í salnum ætlum við að vera með litla sýningu þar sem við kynnum brot af því starfi sem fram fer í leikskólanum.

Þorrablót og svartur dagur

Í gær var þorrablót í leikskólanum og í tilefni dagsins klæddumst við einhverju svörtu.

Klukkan 10:00 hittust allar deildir í salnum og kennararnir léku fyrir börnin leikrit. Kennarar yngri barnanna léku Geiturnar þrjár og Lubbi en eldri voru með Gilitrutt. Eftir sýningarnar sungu allir saman. Þorramatur var síðan snæddur í hádeginu og voru börnin dugleg að smakka hann. Nokkrir kennarar komu með fallega gamla hluti sem við settum upp í salnum og börnin fengu að skoða. Góður og skemmtilegur dagur.

IMG_0001 IMG_0005 IMG_0006 IMG_0007 IMG_0008 IMG_0014 IMG_0015 IMG_0017 IMG_0018 IMG_0022 IMG_0023 IMG_0024 IMG_0026 IMG_0027 IMG_0029 IMG_0030 IMG_0031 IMG_0033 IMG_0034 IMG_0035 IMG_0036 IMG_0037