Veikindi barna


Við bjóðum ekki upp á inniveru barna sem fyrirbyggjandi aðgerð til að koma í veg fyrir veikindi, enda þrífst kvefveiran betur innanhúss en utan. Eftir veikindi er miðað við, ef þurfa þykir, að barnið geti verið inni í einn til tvo daga.

Fróðleiksmoli: Kvef er algengast í börnum og talið er að hvert barn fái kvef 6-10 sinnum á ári. Kuldi veldur ekki kvefi, heldur berast veirur með úðasmiti milli manna. Einkenni koma fram 1-3 dögum eftir smit en mikilvægt er að skýla öndunarfærum þegar hóstað er og þvo sér vel um hendur. Veirur sem valda kvefi lifa betur í þurru lofti. Þannig eru meiri líkur á því að börn smitist innan dyra en úti.

Nánari uppýsingar á doktor.is

Leikskólar Árborgar fara eftir viðmiðum fyrir  foreldra, starfsfólk skóla/leikskóla og dagforeldra um veikindi barna sem gefin voru út af Ágústi Ó. Gústafssyni, heimilislækni og Þórólfi Guðnasyni, barnalækni. Þessi viðmið eru að finna á heimasíðu HSU sem og hér. Yfirlit yfir helstu smitsjúkdóma barna.