Vistunartími barna


Þegar leikskóladvöl hefst gera foreldrar dvalarsamning við leikskólann þar sem fram kemur sá dvalartími sem þeir vilja kaupa fyrir barnið sitt.  Ef foreldrar vilja breyta þessum vistunartíma geta þeir sótt um það til leikskólastjóra á þar til gerðum eyðublöðum.  Umsókn um breytingu á vistunartíma verður að berast fyrir 15. hvers mánaðar og tekur hún gildi næstu mánaðarmót á eftir. Það sama á við ef segja á upp plássi leikskólabarns.

Við biðjum foreldra um að virða vistunartíma barna sinna.

Hér er hægt að sjá gjaldskrá leikskóla í Árborg