12 dagurinn er haldinn 11. febrúar ár hvert til að minna á neyðarnúmer allra landsmanna, 112. Þema 112 dagsins í ár er „öryggi á vatni og sjó“.
Í tilefni af 112 deginum sem er 11. febrúar ár hvert fengum við slökkviliðið í heimsókn til okkar í Jötunheima.
Slökkviliðsmennirnir fræddu börnin um neyðarnúmerið 112 um mikilvægi reykskynjara og sýndu þeim myndbandið um Loga og Glóð sem eru eldklárir aðstoðarmenn slökkviliðsins. Myndbandið má sjá hér og hvetjum við fjölskyldur til að horfa á myndbandið saman, https://www.youtube.com/watch?v=nUuH9FPlnwU
Í lok heimsóknarinnar svöruðu slökkviliðsmennirnir spurningum barnanna og gáfum öllum endurskinsmerki.
Við í Jötunheimum teljum skyndihjálp mjög mikilvæga endurmennt og fer starfsmannahópurinn á skyndihjálparnámskeið annað hvert ár. Þess á milli er góð upprifun á helstu slysum og óhöppum sem geta átt sér stað innan leikskólans er varða börn, foreldra og starfsmenn á leikskólans. Á þessu skólaári útbjuggum við einnig skjal til að minna okkur á og samræma vinnubrögð þegar óhöpp verða.
Við hvetjum alla foreldra og forráðamenn að vera meðvituð um þá fyrstu hjálp sem hægt er að veita við slysum eða óhöppum með því að fara reglulega á skyndihjálparnámskeið.