Fréttasafn

Farsæl börn í leikskóla

9. september, 2024

Síðasta skólaár tók leikskólinn Jötunheimar, ásamt hinum leikskólum Árborgar, þátt í þróunarverkefni sem styrkt var að Sprotasjóði. Markmið verkefnisins er þríþætt og tengist innleiðingu ákvæða laga um samþætta þjónustu í …

Farsæl börn í leikskóla Read More »

Lesa Meira >>

Sumarkveðja

3. júlí, 2024

Leikskólinn Jötunheimar er lokaður frá og með klukkan 13:00 3. júlí og opum við aftur fimmtudaginn 8. ágúst kl. 13. Um leið og við þökkum fyrir samveruna og samstarfið á …

Sumarkveðja Read More »

Lesa Meira >>

Námsferð til Danmerkur

2. júlí, 2024

Í lok apríl síðast liðnum fóru kennarar leikskólans til Danmerkur í námsferð. Allt frá því að síðustu námsferð okkar erlendis lauk í apríl 2017 var hugur í okkur að fara …

Námsferð til Danmerkur Read More »

Lesa Meira >>

Uppeldisnámskeið fyrir verðandi foreldra í Jötunheimum  

25. júní, 2024

Dagana 19. og 20. júní voru haldin uppeldisnámskeið hér í Jötunheimum sem hluti af þróunarverkefni skólaþjónustu Árborgar. Markmið verkefnisins er að skapa vettvang fyrir fræðslu til foreldra við upphaf leikskólagöngu …

Uppeldisnámskeið fyrir verðandi foreldra í Jötunheimum   Read More »

Lesa Meira >>
Fréttasafn

Farsæl börn í leikskóla

9. september, 2024

Síðasta skólaár tók leikskólinn Jötunheimar, ásamt hinum leikskólum Árborgar, þátt í þróunarverkefni sem styrkt var að Sprotasjóði.

Markmið verkefnisins er þríþætt og tengist innleiðingu ákvæða laga um samþætta þjónustu í þágu farsældar barna nr. 86/2021 með áherslu á grunnþjónustu leikskóla í stigskiptri farsældarþjónustu.

  • Vinna að því að byggja upp farsælt samstarf milli foreldra og starfsfólks í leikskólum í takt við stigskipta farsældarþjónustu
  • Þróa leiðir til að efla félags- og tilfinningahæfni barna í leik og daglegu starfi og hlúa að vináttu þeirra og samskiptum
  • Þróa margvíslegar aðferðir og leiðir til að nálgast sjónarmið barna sem lið í innra mati leikskólans og virkja áhrifamátt þeirra í daglegu starfi og leik.

 

Leikskólinn Jötunheimar valdi að vinna að öllum markmiðum verkefnisins. Unnið var að því að gefa sjálfsprottnum leik meiri tíma og að lesa betur í barnahópinn. Leikefni var gert aðgengilegra og meira frelsi gefið um efnivið og viðfangsefni. Rýnt var í félagsfærni barna, líðan og samskipti í leik. Þá var skoðað hvernig hægt væri að fá foreldra til að meta líðan eigin barna og efla þau í þátttöku í þeim verkefnum sem boðið er uppá í leikskólanum. Gera starfið og námsþætti sýnilegt fyrir foreldra, gæta þess að allt starfsfólk sé meðvitað um starfshætti, markmið og gildi sjálfsprottna leiksins.

Stjórnendur telja að veturinn hafi mótað fyrstu skref í þeirri vegferð þeirra að hlúa að félags- og tilfinningahæfni barna og auka þátttöku þeirra í leikskólastarfi. Telja þeir starfsfólk vera betur í stakk búin að takast á við þetta hlutverk sitt í að styðja börn í leik og samveru og veita þeim fjölmörg tækifæri í daglegu starfi til að taka þátt.

 

Hér að neðan má lesa loka skýrslu verkefnisins

 

Lokaskýrsla til Sprotasjóðs Árborg 2024

Sumarkveðja

3. júlí, 2024
Leikskólinn Jötunheimar er lokaður frá og með klukkan 13:00 3. júlí og opum við aftur fimmtudaginn 8. ágúst kl. 13.
Um leið og við þökkum fyrir samveruna og samstarfið á skólaárinu sem er að líða óskum við ykkur góðra stunda og samveru í sumarfríinu.
Njótið sumarsins kæru foreldrar og börn
Sumarkveðja,
Starfsfólk Jötunheima.