Fréttasafn
Vikuna 20. – 24. mars var haldin gleðivika í Jötunheimum. Slík vika er haldin tvisvar sinnum á skólaárinu, í október og mars. Í gleðivikunni leggjum við niður skipulagt starf og …
Gleði- og tannverndarvika Read More »
Lesa Meira >>Í lok mars 2023 hefst innritun í leikskóla Árborgar og stendur innritun fram í júní. Þetta þýðir að það fá ekki allir foreldrar boð um vistun fyrir börn sín á sama tíma …
Innritun í leikskóla Árborgar Read More »
Lesa Meira >>Á heimasíðu Árborgar má finna hnitmiðuð fræðslumyndbönd um helstu þætti sem tengjast máli, tali og rödd leikskólabarna. Fræðslumyndböndin eru unnin í samstarfi talmeinafræðinga Skólaþjónustu Árborgar, Skólaþjónustu Árnesþings og Skólaþjónustu Rangárvalla- …
Fræðslumyndbönd talmeinafræðinga Read More »
Lesa Meira >>Í tilefni af 112 deginum sem er 11. febrúar ár hvert fengum við slökkviliðið í heimsókn til okkar í Jötunheima. Slökkviliðsmennirnir fræddu börnin um neyðarnúmerið 112 og var gaman að …
Lesa Meira >>Fréttasafn
Vikuna 20. – 24. mars var haldin gleðivika í Jötunheimum. Slík vika er haldin tvisvar sinnum á skólaárinu, í október og mars. Í gleðivikunni leggjum við niður skipulagt starf og gefum frjálsa og sjálfsprottna leiknum góðan tíma. Þessa viku er einnig ýmislegt skemmilegt gert, meðal annars var flæði um allan leikskólann þar sem börnin gátu farið um allan leikskólann og leikið sér þar sem þeim hentaði og var ganginum okkar breytt í þrautabraut. Bangsa og náttfatadagur ásamt söngstund í sal var einn daginn og rugldagur á miðvikudeginum svo eitthvað sé nefnt.
Tannverndarvikan sem haldin hefur verið í febrúar síðustu ár lenti á sömu viku í ár þar sem hún var haldinn í tengslum við alþjóðlega tannverndardaginn sem er 20. mars. Þessa viku var því einnig ýmis konar fræðsla um tannheilsu og tannheilbrigði og fengum við í lok vikunnar tannlækni til að vera með smá fræðslu og heppnaðist hún mjög vel.
Gaman er að segja frá því að foreldrafélag Jötunheima gaf öllum börnum leikskólans tannbursta í tilefni af tannverndarvikunni og þökkum við þeim kærlega fyrir þá góðu og nytsamlegu gjöf.
Í lok mars 2023 hefst innritun í leikskóla Árborgar og stendur innritun fram í júní.
Þetta þýðir að það fá ekki allir foreldrar boð um vistun fyrir börn sín á sama tíma
Mikilvægt er að búið sé að skrá leikskólaumsóknir, hvort sem er vistunarumsókn eða flutning á milli leikskóla, fyrir 20. mars 2023 svo öruggt sé að þau börn séu á biðlistanum þegar farið verður að innrita.
Við innritun er unnið eftir reglum um leikskóla í Árborg; Reglur um leikskóla í Árborg
Sótt er um leikskólapláss inná Mín Árborg