Fréttasafn

Hinsegin vika Árborgar

23. febrúar, 2024

Hinsegin vika Árborgar verður haldin hátíðleg í þriðja sinn, vikuna 26. febrúar til 1. mars og tökum við í Jötunheimum að sjálfsögðu þátt í þeirri viku. Markmið hinsegin vikunnar er …

Hinsegin vika Árborgar Read More »

Lesa Meira >>

112 dagurinn

13. febrúar, 2024

12 dagurinn er haldinn 11. febrúar ár hvert til að minna á neyðarnúmer allra landsmanna, 112. Þema 112 dagsins í ár er „öryggi á vatni og sjó“. Í tilefni af …

112 dagurinn Read More »

Lesa Meira >>

9. febrúar, 2024

Dagur leikskólans er haldinn hátíðlegur í leikskólum landsins 6. febrúar ár hvert. Sjötti febrúar er merkilegur dagur í sögu leikskólans því þann dag árið 1950 voru fyrstu sam­tök leik­skóla­kenn­ara stofnuð. …

Read More »

Lesa Meira >>

Innritun 6 ára barna í grunnskóla

5. febrúar, 2024

Opnað hefur verið fyrir innritun í grunnskóla fyrir börn fædd 2018. Vinsamlegast skoðið frétt inn á heimasíður Árborgar, https://www.arborg.is/frettasafn/innritun-i-grunnskola-skolaarid-2024-2025, til að fá nánari upplýsingar.

Lesa Meira >>
Fréttasafn

Hinsegin vika Árborgar

23. febrúar, 2024

Hinsegin vika Árborgar verður haldin hátíðleg í þriðja sinn, vikuna 26. febrúar til 1. mars og tökum við í Jötunheimum að sjálfsögðu þátt í þeirri viku.

Markmið hinsegin vikunnar er að minna á mikilvægi þess að fagna fjölbreytileikanum og stuðla að öryggi og sýnileika, ásamt bættri stöðu fyrir öll í samfélaginu. ásamt því er markmið vikunnar að auka fræðslu, skapa umræður og vera sýnileg.

Meðal þess sem er á dagskrá þessa viku er fræðsla frá Sólveigu Rós. Sólveig er foreldra- og uppeldisfræðingur með sérhæfingu í hinsegin málum og fjölbreytileika. Fræðslan mun fara fram á Teams þann 26. febrúar kl. 20:00 og má finna nánari upplýsingar á heimasíðu Árborgar.

Margrét Tryggvadóttir, rithöfundur, verður á Bókasafninu 29. febrúar frá 17-18. Margrét gaf m.a. út bækurnar Stolt og Sterk, sem fjalla um trans stúlkur af einlægni og virðingu, en Sterk hlaut einmitt Barnabókaverðlaun Guðrúnar Helgadóttur árið 2021.

Við ljúkum svo vikunni með regnbogadegi þann 1. mars og hvetjum við alla til að taka þátt í þeim degi með því að klæðast litríkum fatnaði.

 

112 dagurinn

13. febrúar, 2024

12 dagurinn er haldinn 11. febrúar ár hvert til að minna á neyðarnúmer allra landsmanna, 112. Þema 112 dagsins í ár er „öryggi á vatni og sjó“.

Í tilefni af 112 deginum sem er 11. febrúar ár hvert fengum við slökkviliðið í heimsókn til okkar í Jötunheima.

Slökkviliðsmennirnir fræddu börnin um neyðarnúmerið 112 um mikilvægi reykskynjara og sýndu þeim myndbandið um Loga og Glóð sem eru eldklárir aðstoðarmenn slökkviliðsins. Myndbandið má sjá hér og hvetjum við fjölskyldur til að horfa á myndbandið saman, https://www.youtube.com/watch?v=nUuH9FPlnwU

Í lok heimsóknarinnar svöruðu slökkviliðsmennirnir spurningum barnanna og gáfum öllum endurskinsmerki.

Við í Jötunheimum teljum skyndihjálp mjög mikilvæga endurmennt og fer starfsmannahópurinn á skyndihjálparnámskeið annað hvert ár. Þess á milli er góð upprifun á helstu  slysum og óhöppum sem geta átt sér stað innan leikskólans  er varða börn, foreldra og starfsmenn á leikskólans. Á þessu skólaári útbjuggum við einnig skjal til að minna okkur á og samræma vinnubrögð þegar óhöpp verða.

Við hvetjum alla foreldra og forráðamenn að vera meðvituð um þá fyrstu hjálp sem hægt er að veita við slysum eða óhöppum með því að fara reglulega á skyndihjálparnámskeið.