Fréttasafn
Nú fer senn að líða að lokum þessa skólaárs en leikskólinn lokar vegna sumarleyfis miðvikudaginn 5. júlí kl. 13:00. Þetta skólaár hefur verið gjöfult og lærdómsríkt og höfum við séð …
Sumarlokun Jötunheima Read More »
Lesa Meira >>Í síðustu viku kom foreldrafélag Jötunheima færandi hendi með gjafir handa leikskólanum. Foreldrafélagið gaf okkur segulkubba, kúlubraut og segulbíla sem er góð viðbót við segulkubbana sem við eigum nú þegar. …
Gjafir frá foreldrafélagi Read More »
Lesa Meira >>Vikuna 20. – 24. mars var haldin gleðivika í Jötunheimum. Slík vika er haldin tvisvar sinnum á skólaárinu, í október og mars. Í gleðivikunni leggjum við niður skipulagt starf og …
Gleði- og tannverndarvika Read More »
Lesa Meira >>Í lok mars 2023 hefst innritun í leikskóla Árborgar og stendur innritun fram í júní. Þetta þýðir að það fá ekki allir foreldrar boð um vistun fyrir börn sín á sama tíma …
Innritun í leikskóla Árborgar Read More »
Lesa Meira >>Fréttasafn
Nú fer senn að líða að lokum þessa skólaárs en leikskólinn lokar vegna sumarleyfis miðvikudaginn 5. júlí kl. 13:00.
Þetta skólaár hefur verið gjöfult og lærdómsríkt og höfum við séð börnin blómstra og dafna í fjálsum leik og lærdómsríku umhverfi leikskólans. Finna má aukna spennu þessa síðustu daga hjá þeim sem ýmist eru að hefja grunnskólagöngu nú í haust eða að flytjast yfir á nýja deild.
Næsta haust bíður okkar með spennandi verkefnum og má meðal annars nefna opnun tveggja leikskóladeilda við Heiðarstekk 10 og sameiginlegt þróunarverkefni allra leikskólanna í Árborg með áherslu á félags-og tilfinningaþroska barna.
Þessa síðustu daga fyrir sumarleyfi er gott að skoða vel hvort eitthvað tilheyri ykkar barni í óskilamuna hólfum deildanna. Einnig er mikilvægt að taka með öll útiföt, aukaföt, hvíldarbangsar, snuddur og bleyjur heim yfir sumarleyfið.
Við vonum að þið eigið ljúft sumarfrí og njótið samverunnar. Við hvetjum ykkur til að kíkja á leikskólalóðina okkar að leika og kíkja á hreyfihringinn okkar sem er á kofanum.
Við sjáumst hress og kát fimmtudaginn 10. ágúst kl. 13:00.
Í síðustu viku kom foreldrafélag Jötunheima færandi hendi með gjafir handa leikskólanum. Foreldrafélagið gaf okkur segulkubba, kúlubraut og segulbíla sem er góð viðbót við segulkubbana sem við eigum nú þegar.
Við þökkum foreldrafélagi Jötunheima kærlega fyrir góðar gjafir sem munu nýtast okkur í leik og starfi hér í Jötunheimum
Á myndinni má sjá Ástu Erlu, sem er í stjórn foreldrafélagsins, og Guðrúnu Hrafnhildi, aðstoðarleikskólastjóra Jötunheima.