Fréttasafn

Einkennismerki Jötunheima

2. mars 2022

Á þessu skólaári hefur leikskólinn Jötunheimar hefur staðið í hönnunar- og hugmyndavinnu á einkennismerki leikskólans. Vikuna 14. – 18. febrúar var kosningavika hér í leikskólanum þar sem kosið var um …

Einkennismerki Jötunheima Read More »

Lesa Meira >>

Tannverndarvika í Jötunheimum

11. febrúar 2022

Þessa viku hefur farið fram tannverndarvika hér Jötunheimum. Vakin hefur verið athygli á tannheilsu með ýmis konar fræðslu, fjölbreyttum verkefnum, umræðum og lest á deildunum. Á nokkrum deildum voru settar …

Tannverndarvika í Jötunheimum Read More »

Lesa Meira >>

Hinseginvika Árborgar

14. janúar 2022

Vikuna 17. – 21. janúar 2022 er Hinseginvika í Árborg og ætlum við í Jötunheimum að taka þátt í þeirri viku og sér hver deild um að útfæra það. Mánudaginn …

Hinseginvika Árborgar Read More »

Lesa Meira >>

Skipulagsdagur 7. september 2021

18. ágúst 2021

Kæru foreldrar og forráðamenn Við viljum minna á að vegna skipulagsdagsins 7. september nk. verður leikskólinn Jötunheimar lokaður þann dag. Bestu kveðjur, leikskólastjóri

Lesa Meira >>
Fréttasafn

Einkennismerki Jötunheima

2. mars 2022

Á þessu skólaári hefur leikskólinn Jötunheimar hefur staðið í hönnunar- og hugmyndavinnu á einkennismerki leikskólans.

Vikuna 14. – 18. febrúar var kosningavika hér í leikskólanum þar sem kosið var um einkennismerki Jötunheima. Rafræn spurningakönnun var senda á foreldra og kennara leikskólans og kusu börnin inni á sínum deildum.

Alls kusu 240 einstaklingar í kosningunni og hlaut hugmyndin sem vann 76% fylgi. Við hönnun merkisins var haft í huga að það endurspeglaði leikskólastarfið okkar sem fer fram meðal kennara og barna. Mikilvægt fannst okkur að Heilsueflandi Leikskóli væri sýnilegt og hann Lubbi okkar.
Hönnuður einkennismerkis Jötunheima er Árný Ilse Árnadóttir.

Við í Jötunheimum erum himinsæl með að vera komin með einkennismerki fyrir flotta leikskólann okkar 🙂

Meðfylgjandi myndir voru teknar við afhjúpun einkennismerkisins á öskudaginn 2. mars 2022 og af börnum í kosningavikunni þegar þau voru að nýta sitt atkvæði.

Tannverndarvika í Jötunheimum

11. febrúar 2022

Þessa viku hefur farið fram tannverndarvika hér Jötunheimum.

Vakin hefur verið athygli á tannheilsu með ýmis konar fræðslu, fjölbreyttum verkefnum, umræðum og lest á deildunum. Á nokkrum deildum voru settar upp glaðar og leiðar tennur og gátu börnin tengt hollann og óhollan mat á tennurnar. Börnin hafa tannburstað plastdýr, klaka með sandi og teiknað tennurnar sínar svo eitthvað megi nefna.

Ásamt því hafa yngri deildirnar horft á Karíus og Baktus og á eldri deildum var horft á Benedikt búálf.

Í lok vikunnar fengum við tannlækni í heimsókn sem var með fræðslu fyrir börnin um mikilvægi tannburstunar og komu upp ýmsar skemmtilegar vangaveltur í samræðum við tannlækninn.

Við kennarar í Jötunheimum höfum verið mjög meðvituð um orðræðuna í sambandi við tannheilsu og leggjum áherslu á að við burstum tennurnar til að halda þeim hreinum í staðin fyrir þá gamaldags orðræðu að; “þú verður að bursta tennurnar svo þú fáir ekki holu”.

Það er gaman að segja frá því að Foreldrafélag Jötunheima kom færandi hendi til okkar í vikunni og gaf öllum börnum leikskólans tannbursta að gjöf sem mun án efa nýtast vel J Við þökkum þeim kærlega fyrir þessa frábæru gjöf.