Fréttasafn

Sumarlokun Jötunheima

5. júlí, 2022

Leikskólinn Jötunheimar er lokaður frá og með 6. júlí til og með 3. ágúst 2022. Þetta skólaár hefur verið lærdómsríkt, krefjandi á köflum, en umfram allt gefandi og skemmtilegt. Við …

Sumarlokun Jötunheima Read More »

Lesa Meira >>

Hreystivika, leiksýning, hestaheimsókn og gjöf frá foreldrafélagi

9. júní, 2022

Undanfarnar vikur hefur ýmislegt skemmtilegt á daga okkar drifið. Hreystivikan var í síðustu viku og markar hún formleg endalok á skipulagðri hreyfingu skólaárins. Í hreystivikunni fóru öll börn og kennarar …

Hreystivika, leiksýning, hestaheimsókn og gjöf frá foreldrafélagi Read More »

Lesa Meira >>

Hreyfihringur Jötunheima

1. júní, 2022

Leikskólinn Jötunheimar á Selfossi er heilsueflandi leikskóli. Markmið skólans er að stuðla að bættri heilsu og líðan allra þeirra sem í skólanum starfa, hafa heilsuhvetjandi áhrif á umhverfi sitt og …

Hreyfihringur Jötunheima Read More »

Lesa Meira >>

Einkennismerki Jötunheima

2. mars, 2022

Á þessu skólaári hefur leikskólinn Jötunheimar hefur staðið í hönnunar- og hugmyndavinnu á einkennismerki leikskólans. Vikuna 14. – 18. febrúar var kosningavika hér í leikskólanum þar sem kosið var um …

Einkennismerki Jötunheima Read More »

Lesa Meira >>
Fréttasafn

Sumarlokun Jötunheima

5. júlí, 2022
Leikskólinn Jötunheimar er lokaður frá og með 6. júlí til og með 3. ágúst 2022.
Þetta skólaár hefur verið lærdómsríkt, krefjandi á köflum, en umfram allt gefandi og skemmtilegt.
Við erum þakklát fyrir okkar frábæra starfsfólk sem hefur sýnt mikla útsjónarsemi, jákvæðni og áreiðni.
Við viljum þakka ykkur foreldrum fyrir samstarfið og skilninginn sem þið sýnduð á skólaárinu þegar Covid gerði vel vart við sig í okkar húsi, það er ómetanlegt að eiga skilningsríkan og samvinnufúsan foreldrahóp. Svo ekki sé nú talað um litlu og stóru snillingana, barnahópinn okkar, sem gefur lífinu lit hvern einasta dag í leik og starfi. Þau hafa líkt og við þurft að aðlagast breyttum venjum og gert það með glæsibrag.
Við förum full tilhlökkunnar inn í næsta skólaár og ánægjulegt er að hugsa til þess að geta farið aftur í okkar fyrra horf.  Á næsta skólaári er margt spennandi sem liggur fyrir, til að mynda að ætlum við okkur að virkja foreldrahóp leikskólans enn meira en gert hefur verið hingað til.
Við vonum að þið eigið ljúft sumarfrí og njótið samverunnar. Við hvetjum ykkur til að kíkja á leikskólalóðina okkar að leika og kíkja á nýja hreyfihringinn okkar.
Kær kveðja,
Stjórnendur Jötunheima

Hreystivika, leiksýning, hestaheimsókn og gjöf frá foreldrafélagi

9. júní, 2022

Undanfarnar vikur hefur ýmislegt skemmtilegt á daga okkar drifið.

Hreystivikan var í síðustu viku og markar hún formleg endalok á skipulagðri hreyfingu skólaárins. Í hreystivikunni fóru öll börn og kennarar leikskólans í Selfosshöllina, tveir elstu árgangarnir á mánudeginum og tveir yngri árgangarnir á föstudeginum. Í Selfosshöllinni var leikið í þrautabraut og frjálst.

Í sömu vikunni var einnig hjóladagur, dans og tónlist á útisvæði og sumarsprell með ýmsum þrautum á föstudeginum. Rigningardag hreystivikunnar nutum við þess að sulla og hlaupa í rigningunni og bjuggum til meiri rigningu með því að nota garðaúðara til að sprauta yfir okkur.

Í upphafi þessarar viku nutu nemendur og kennarar sýningarinnar Mjallhvít í minningu Emmu Lífar sem hefði orðið 10 ára í ár.

Emma Líf var nemandi í leikskólanum Jötunheimum en hún kvaddi okkur fyrir 5 árum síðan eftir erfið veikindi. Við erum þakklát fyrir að hafa fengið að taka þátt í lífi hennar og minningarnar varðveitum við í hjörtum okkar.  Sýningin, sem Leikhópurinn Lotta sýndi, var í boði foreldra Emmu Lífar.

Þessa viku fengum við einnig tvo fjórfætta félaga þá Snilling og Glóa til okkar. Þeir félagar röltu einn hring með þau börn sem það vildu. Óhætt er að segja að þessi heimsókn hafi vakið mikla lukku og var meiri hluti barnanna sem þáði að fara á hestbak.

Í lok vikunnar kom foreldrafélag leikskólans með gjöf til okkar. Þau færðu okkur segulkubba og fóru þeir strax inn á Valhöll og nýtast vel í leik og starfi.