Foreldrasamtöl

Í Jötunheimum fara fram foreldrasamtöl reglulega yfir skólaárið með ólíkum hætti.

Á haustönn fer fram aðlöguarsamtal við foreldra nýrra barna í Jötunheimum og fer það samtal fram um það bil tveimur mánuðum eftir að aðlögun barns líkur. Deildarstjóri eða staðgengill hans taka aðlögunarsamtölin og er stuðst við þá þá þætti sem koma fram hér að neðan.

Á haustönn býðst foreldrum eldri nemenda að koma í samtal að lokinni TRAS skráningu.

Á vorönn fara fram ítarleg foreldrasamtöl þar sem rædd eru þeir þættir sem koma fram á samtalsblaðinu hér að neðan. Þessi foreldrasamtöl eru oftast tekin í kjölfarið af TRAS skráningu sé þess kostur. Ávallt sitja deildarstjóri og leikskólakennari/leiðbeinandi í foreldrasamtölum.

 

Þrátt fyrir ör foreldrasamtöl er mikilvægt að biðja um samtal við deildarstjóra ef foreldrar hafa áhyggjur af þroska og stöðu barnsins og eins ef ræða þarf hluti sem þola ekki bið.

Aðlögunarsamtal

Spjall um líðan og þátttöku barnsins í daglegu lífi í leikskólanum og endurmat á aðlögun 

Fyrir samtalið er mikilvægt að foreldrar líti yfir eftirfarandi punkta svo samtalið verði skilvirkara og árangursríkara. 

 

Líðan

 • Hvernig er okkar upplifun af líðan barnsins hér í Jötunheimum, hvernig tókst aðlögun til og hvernig gengur okkar daglega starf? 
 • Hvernig upplifa foreldrar líðan barnsins í leikskólanum? 

Mat á aðlögun

 • Hvernig upplifðu foreldrar aðlögunina? 

Upplýsingaflæði

 • Finnst foreldum nægilegt upplýsingaflæði frá leikskóla?  

 

Vinsamlegast skoðið einnig dálkinn til umhugsunar hér að neðan 

Foreldrasamtal á vorönn

Hér má sjá þá þætti sem farið er yfir í foreldrasamtali á vorönn.

Fyrir samtalið er mikilvægt að foreldrar líti yfir þetta foreldrasamtalsblað svo samtalið verði skilvirkara og árangursríkara. 

 

Líðan barns í leikskólanum    

 • Sjálfsmynd
 • Sjálfstæði  

Þátttaka í leik og félagsfærni 

 • Færni í frjálsum leik og samskipti við börn  
 • Leikefni – í hvað sækir barnið – áhugahvöt  
 • Samskipti við kennara
 • Samvinna/samleikur 

Þátttaka í skipulögðu starfi   

 • Athygli  
 • Úthald og einbeiting  
 • Að fara eftir fyrirmælum  

Sjálfshjálp og grunnþarfir:   

 • Fataklefi  
 • Matartímar / matarvenjur  
 • Salerni  
 • Hvíld  

Almennur þroski:  

 • Líkams- og hreyfiþroski (fín- og grófhreyfingar)  
 • Málþroski (tjáning / framburður/ hlustun)  
 • Vitsmunaþroski   
 • Félags- og tilfinningaþroski   

Annað:  

 

Vinsamlegast skoðið einnig dálkinn til umhugsunar hér að neðan