Brunavarnir

Rýmingarpoki Jötunheima

Rýmingarpokar í Jötunheima

Teknir hafa verið í notkun rýmingarpokar sem starfsfólk Jötunheima hafa verið að þróa. Reynt var á notagildi þeirra í rýmingaræfingunni vorið 2018 og niðurstaðan var sú að þeir koma að góðum notum. Við þökkum Brunavörnum Árnessýslu kærlega fyrir góðar ábendingar og leiðsögn.

Pokana er að finna inn á öllum deildum leikskólans, í salnum, sérkennsluherbergi og í báðum listastofunum.

rýmingarpokinn

Hvað er í rýmingarpokanum:

  • Álteppi
  • Flísteppi
  • Snýtibréf
  • Buff
  • Rautt og grænt spjald
  • Nafnalisti

Umræða og leiðbeiningar um neyðarnúmerið EINN, EINN, TVEIR 112, eldvarnir og öryggismál fyrir börn og foreldra þeirra.