Velkomin í Jötunheima
Þessi síða er hugsuð fyrir foreldra nýrra nemenda hér í Jötunheimum. Vinasamlegast kynnið ykkur efni þessarar síðu vel.
Leikskólinn Jötunheimar
Norðurhólar 3
800 Selfoss
Aðalnúmer í Ráðhúsi 480-6370
Leikskólastjóri:
Júlíana Tyrfingsdóttir
s: 480-6372
Aðstoðarleikskólastjórar:
Ingunn Helgadóttir
S: 480-6373
Guðrún Hrafnhildur Klemenzdóttir
S: 480-6373
Netfang leikskólans:
Heimasíða leikskólans er:
Leikskólinn Jötunheimar hóf starfsemi sína 8. september 2008. Þá sameinuðust tveir relstu leikskólar Sveitarfélagsins Árborg, Ásheimar og Glaðheimar.
Jötunheimar er 6 deilda leikskóli. Fagurgerði, Sólbakki, Sunnuhvoll eru staðsettar í austari hluta hússins. Aðalból, Fossmúli og Merkiland og staðsettar í vestari hluta hússins.
Þessi orð eru leiðarljós leikskólans. Lögð er áhersla á að leikurinn komi fram í öllu daglegu starfi og borinn sé virðing fyrir honum. Markmið okkar er að öll börn fái að njóta sín á eigin forsendum og getu. Mikilvægt er að börnin fái góðan og samfelldan tíma til leikja og áhersla er lögð á sjálfstæði barnsins til að tjá sig í leik og starfi. Það er meðal annars gert í gegnum skapandi starf, málrækt, hreyfingu og með jákvæðum samskiptum.
Í Jötunheimum er starfandi sérkennslustjóri sem sinnir sérkennslu innan skólans í samráði við foreldra, deildarstjóra og sérfræðinga.
Sérkennslustjóri:
Eyrún Björk Einarsdóttir
S:480-6375
Leikskólinn Jötunheimar er heilsueflandi leikskóli. Markmið skólans er að stuðla að bættri heilsu og líðan allra þeirra sem í skólanum starfa, hafa heilsuhvetjandi áhrif á umhverfi sitt og skapa aðstæður sem stuðla að heilbrigðum lífsháttum. Til að þetta markmið náist verður lögð áhersla á samvinnu milli stjórnenda, starfsfólks, nemenda, aðstandenda og annarra sem að leikskólasamfélaginu koma. Jafnframt verður lögð áhersla á að hvetja til virkrar þátttöku og aukinnar meðvitundar um gildi bættrar heilsu og að hafa jákvæð áhrif á daglegar venjur og starf í skólanum.
Ef aðrir en þeir sem skráðir eru á dvalarsamning barns koma að sækja þarf að tilkynna það til kennara deildarinnar. Samkvæmt tilmælum frá umboðsmanni barna er miðað við að þeir sem koma að sækja barnið séu 12 ára á árinu eða eldri.
Við biðjum foreldra/forráðamenn að virða vistunartíma barnsins.
Leikskólinn er opinn frá kl. 7:45-16:15.
Boðið er upp á sveigjanlega vistun sem þýðir að allir dagar vikunnar þurfa ekki að vera eins en vistun hvern dag þarf að vera að lágmarki 4 klst.
Sótt er um breytingar á vistun á vala.is og þarfa að gera þær fyrir 15. mánaðar svo þær taki gildi mánaðarmótin á eftir.
Gjaldskrá og reglur um leikskóla Árborgar má finna á heimasíðu leikskólans.
Deildarstjórar hafa viðtalstíma í hverri viku.
Foreldrar geta kynnt sér viðtalstíma hjá viðkomandi deildarstjóra.
Barnaverndarlög nr. 80/2002
Hverjum þeim sem stöðu sinnar og starfa vegna hefur afskipti af málefnum barna og verður í starfi sínu var við að barn búi við óviðunandi uppeldisskilyrði, verði fyrir áreitni eða ofbeldi eða að barn stofni heilsu sinni og þroska í alvarlega hættu er skylt að gera barnaverndarnefnd viðvart.
Tilkynningarskylda samkvæmt þessari grein gengur framar ákvæðum laga eða siðareglna um þagnarskyldu viðkomandi starfsstétta.
Allir kennarar leikskólans eru bundnir þagnarskyldu og þær upplýsingar sem kennarar fá um barnið eru trúnaðarmál. Þagnarskylda helst þó látið sé af starfi.