Velkomin í Jötunheima

Þessi síða er hugsuð fyrir foreldra nýrra nemenda hér í Jötunheimum. Vinasamlegast kynnið ykkur efni þessarar síðu vel.

Fyrsta samtal

Í upphafi skólaárs eru foreldar nýrra barna í leikskólanum boðuð í samtal við deildarstjóra þeirrar deildar sem barnið fer á.

Samtalið tekur um það bil hálftíma til klukkustund og fer fram í leikskólanum, æskilegt er að báðir foreldarar bæti í samtalið án barnsins.

Í samtalinu fær deildarstjóri ýmsar upplýsingar um barnið og eru upplýst um ýmis atriði sem eiga við um leikskólann og deildina.

Hér að neðan má finna eftirfarandi:

  • Spurningar sem farið er yfir í fyrsta samtali
  • Upplýst samþykki vegna myndatöku og myndbirtingar - þetta skjal þurfa foreldrar að fylla út og ákveða hvort þeir gefi samþykki fyrir myndatökum og myndbirtingum.
  • Persónuvernd og meðferð persónuupplýsinga vegna myndatöku, myndbandsupptöku og birtingu myndefnis - mikilvægt er að foreldrar lesi yfir þetta skjal áður en þeir gefa samþykki vegna myndatöku og myndbirtingar
  • Ofnæmi og óþol - ef að barn er með ofnæmi eða óþol eru foreldrar beðnir um að fylla út viðeigandi skjal.

Öll þessi blöð útvegar leikskólinn í fyrsta samtali.

Aðlögun í leikskólanum Jötunheimum

Í Jötunheimum fer fram einstaklingsmiðuð aðlögun sem lýsir sér í því að fá börn eru aðlöguðu í einu inn á hverja deild og eru foreldrar með barninu allan tíman fyrstu dagana en svo minnkar viðvera foreldra eftir því sem aðlögunardagarnir lengjast.

Einstaklingsmiðuð aðlögun hefur verið í leikskólanum Jötunheimum frá því að hann opnaði 2008 og hefur tekist vel til. Í aðlögunarsamtölum sem fara fram eftir að aðlögun er lokið hafa foreldrar lýst yfir ánægju með þetta aðlögunarform og sjáum við því ekki þörf á að breyta því sem gott er.

 

Í aðlögun er barnið ykkar og þið foreldrarnir að læra á og kynnast leikskólanum, kennurunum og barnahópnum. Það er margt að meðtaka og heimurinn okkar kannski stærri en sá sem barnið hefur áður kynnst, þetta er amk nýr heimur fyrir barnið. Við vitum aldrei fyrirfram hvernig aðlögun kemur til með að ganga.

Til þess að aðlögunin gangi sem best er mikilvægt að börnin upplifi ykkur foreldrana örugg í háttum. Það er mikilvægt að þegar búið er að ákveða að kveðja barnið þá sé það gert á fumlausan og ákveðin hátt, það skapar öryggi fyrir barnið.

Barnið þarf að vita að þið séuð að fara og að það verði í leikskólanum. Þó svo að barnið gráti þá leggjum við áherslu á að barnið sé alltaf kvatt. Við tökum við og sinnum barninu.

Gott samstarf og góð samskipti okkar á milli skiptir því mjög miklu máli strax í byrjun.

Ef barnið notar snuð er gott að koma með það í leikskólann strax fyrsta daginn, við notum það í aðlögun ef þurfa þykir.

 

Hér að neðan má sjá aðlögunarferlið.