Skólaheimsókn

Skólaheimsókn í Vallaskóla og Sunnlækjarskóla

Undanfarnar vikur hefur elsti árgangur Jötunheima eða börn fædd 2010 farið í heimsókn í báða grunnskóla bæjarins. Föstudaginn 12. febrúar síðastliðinn var Vallaskóli heimsóttur og  þriðjudaginn 16. febrúar lá svo leiðin í Sunnlækjarskóla. Í heimsóknunum fengu krakkarnir að fara í skoðunarferð um skólana, kíkja í kennslustundir, hitta nemendur og starfsfólk og leika sér í skólavistun. Krakkarnir skemmtu sér mjög vel og margt skemmtilegt að sjá og upplifa. Meðfylgjandi myndir voru teknar í heimsóknunum.

IMG_1644IMG_164320160216_113229l20160216_11321320160212_09454820160212_09475620160216_11221920160212_09480920160216_11221120160216_10342020160212_10084820160212_094503