Um Jötunheima
Norðurhólum 3 | 800 Selfoss
480 6370
jotunheimar@arborg.is
Leikskólastjóri:
Júlíana Tyrfingsdóttir | julianat@arborg.is
Aðstoðarleikskólastjórar:
Ingunn Helgadóttir | ingunnh@arborg.is
Guðrún Hrafnhildur Klemenzdóttir | gudrunhk@arborg.is
Leikskólinn Jötunheimar hóf starfsemi sína 8. september 2008 í 980 fm. húsnæði við sameiningu leikskólanna Glaðheima og Ásheima í nýju húsnæði við Norðurhóla 3. 21. ágúst 2023 opnaði leikskólinn 2 deildir í færanlegum kennslustofum við Heiðarstekk 10.
Húsnæði og búnaður leikskólans er sniðinn að þörfum barna og starfsmanna og því starfi sem þar fer fram. Umhverfi leikskólans býður upp á góðar gönguleiðir og í næsta nágrenni skólans er skógur þar sem hægt er að fara í vettvangsferðir. Leikföng og efniviður leikskólans eru fjölbreytt og hægt er að nota þau á margvíslegan hátt í leik og skapandi starfi. Skólastarf Jötunheima byggir á lögum um leikskóla nr. 90/2008 með breytingum sem tóku gildi 8. apríl 2009 og Aðalnámskrá leikskóla sem gefin var út í maí 2011.
Leikskólinn er 8 deilda sem starfstöðvar á tveimur stöðum. 6 deildir eru í húsnæðinu við Norðurhóla 3, þrjár deildar eru staðsettar í hvorum enda hússins.
Við Heiðarstekk 10 eru tvær deildar og eru yngstu börn leikskólans á þeim deildum.
Deildum og öðrum vistarverum voru gefin nöfn gamalla húsa í sveitarfélaginu Árborg. Rekstraraðili er Sveitarfélagið Árborg.
Teikning af Jötunheimum
Markmið leikskólans
Jötunheimar er heilsueflandi leikskóli. Leiðarljós leikskólans er Leikurinn á vísdóm veit og lögð er áhersla á að þau komi fram í öllu daglegu starfi. Markmið okkar er að öll börn fái að njóta sín á eigin forsendum og getu. Mikilvægt er að börnin fái góðan og samfelldan tíma til leikja og áhersla er lögð á sjálfstæði barnsins til að tjá sig í leik og starfi. Það er meðal annars gert í gegnum skapandi starf, málrækt, hreyfingu og með jákvæðum samskiptum.
Kennsluaðferð leikskólans
Áhersla er á leikinn og að barnið læri í gegnum leik. Fullorðnir eiga að vera leiðbeinandi og styðja börnin í þekkingarleit sinni og gefa þeim nægan tíma til að leysa þau verkefni sem þau eru að fást við.