Dagur leikskólans er haldinn hátíðlegur í leikskólum landsins 6. febrúar ár hvert.
Sjötti febrúar er merkilegur dagur í sögu leikskólans því þann dag árið 1950 voru fyrstu samtök leikskólakennara stofnuð. Í tilefni þess hefur dagurinn verið haldinn hátíðlegur í leikskólum um land allt til að minna á það faglega og góða starf sem fer þar fram.
Í ár var haldið upp á daginn með ólíkum hætti milli deilda en allar deildir lögðu áherslu á að ræða um leikskólann, syngja um leikskólann og njóta samveru með öðrum deildum. Nokkrar deildir gerðu þekkingarvef með börnunum með þeirri spurningu : „Hvað er skemmtilegast að gera í leikskólanum?“ Sjá afraksturinn hér að neðan. Í Norðurhólum var flæði um allt húsið og mikið líf og fjör og einnig fór fram flæði í Heiðarstekk þar sem börnin nutu þess að fara á milli rýma og leika sér með ólíkan efnivið.
Til hamingju með dag leikskólans leikskólar Árborgar og leikskólar um land allt.