Þar sem ríkislögreglustjóri hefur líst yfir óvissustigi á landinu vegna spár um aftakaveður eru íbúar Árborgarar vinsamlegast beðnir um að fylgjast vel með tilkynningum í fjölmiðlum og vera í góðu sambandi við starfsfólk leikskóla, grunnskóla og frístundaheimila vegna mögulegrar röskunar á starfsemi skólanna þegar líður á daginn. Við reiknum með að skólahald grunnskóla geti verið með eðlilegum hætti í dag og kennslu verði lokið áður en veður tekur að versna. Til að gæta fyllsta öryggis lokum við leikskólum, íþróttahúsum, frístundaheimilum og útisvæði Sundhallar Selfoss kl. 15:00 í dag og eru foreldrar og forráðamenn barna beðnir um að sækja börn sín til að tryggt sé að börn, foreldrar og starfsfólk, geti náð heim til sín áður en versta veðrið skellur á.
Sjá spá fyrir Suðurland á vedur.is https://www.vedur.is/vidvaranir/svaedi/sudurland
Allar frekari ákvarðanir í Árborg verða teknar í samráði við lögreglustjóra og í samræmi við veðurspá Veðurstofu Íslands. Óvissustigi er lýst yfir þegar grunur vaknar um að eitthvað sé að gerast af náttúru- eða mannavöldum, sem á síðari stigum gæti leitt til þess að heilsu og öryggi fólks, umhverfis eða byggðar sé ógnað. Fylgist með frekari upplýsingum frá almannavörnum, á Facebook https://www.facebook.com/Almannavarnir/ um veðurspá á www.vedur.is, færð á vegum www.vegagerdin.is