Afa og ömmudagur

Afa og ömmdagur var í Jötunheimum fimmtudaginn 25. mars s.l.  Þá var öfum og ömmum  boðið að koma og dvelja með barnabarninu sínu dagstund í leikskólanum og kynnast þeirra heimi þar. 

Börnin röltu um húsið með afa og ömmu, sýndu þeim möppurnar sínar, fóru með þeim í söngstund, íþróttir og annað sem er daglegt brauð í leikskólanum og ekki endilega sjálfsagt að afar og ömmur hafi upplifað.  Þeir sem vildu fengu sér kaffisopa.   Í söngstund voru sungin lög eins og Rósin, Mamma borgar, Krókódíll í lyftunni og fleira sem börnin kunna mjög vel.  Margir gestir tóku hressilega undir og var þetta hin besta skemmtun fyrir alla. Margir hittu aðrar ömmur og afa sem þeir þekktu og var mikið spjallað og hlegið og allir stoltir af sínum.