Breyting á vistunartíma leikskóla í Sveitarfélaginu Árborg.

Á 18. fundi bæjarstjórnar Árborgar 9. desember 2015 var fjárhagsáætlun 2016 samþykkt og þar með þær hagræðingartillögur sem voru lagðar fram á fræðslusviði.

Hluti af þeim er að breyta opnunartíma leikskóla Árborgar á þann veg að allir leikskólar Sveitarfélagsins loki kl. 16:30.

Breytingin mun taka gildi 1. febrúar 2016

Vinsamlegast hafðu samband við leikskólastjóra vegna nánari upplýsinga.