Læsisstefna Árborgar var gefin út á Fræðsludegi Árborgar, 21. ágúst síðast liðinn.
Læsisstefnan ber heitið Læsi til lífs og leiks, er ein af undirstefnum Menntastefnu Árborgar og gildir til ársins 2030.
Stefnan byggir á:
- Gildandi aðalnámskrám leik- og grunnskóla
- Þemahefti frístundaheimila
- Barnasáttmála
- Heimsmarkmiða Sameinuðu þjóðanna.
Læsisstefnan er afrakstur þverfaglegrar vinnu fulltrúa leik- og grunnskóla, frístundastofnana og skólaþjónustu. Leitað var til foreldra þar sem óskað var eftir ábendingum varðandi stefnuna.
Með stefnunni er lögð áhersla á að öll börn og unglingar í skóla- og frístundastarfi Árborgar geti nýtt sér læsi til lífs og leiks og er markmiðið að börn, unglingar, foreldrar, kennarar og aðrir sem koma að uppeldi með einhverjum hætti geti nýtt sér stefnuna.
Læsisstefnan skiptist í tvo meginkafla, annars vegar málþroska, lestur og ritun og hins vegar læsi í víðum skilningi.
Nánar má lesa um læsisstefnu Árborgar á heimasíðu Árborgar – https://www.arborg.is/ibuar/skolar-og-daggaesla/laesisstefna-til-2030/
Sem viðbót við læsisstefnuna var sett á laggirnar Verkfærakista fyrir kennara, foreldra og alla þá sem vinna með börn og ungmenni.
Verkfærakistunni til halds og traust er gervigreind sem aðstoðar þá sem leitar í verkfærakistuna. Í henni fá útvega sér verkefni, leiki, lesefni og fleira sem tengjast þáttum læsistefnunnar og fyrir hvaða aldur sem er frá leikskólaaldri til elsta stigs grunnskóla.
Verkfærakistuna má nálgast hér: https://arborg.kunnatta.is/