Leikskólinn Jötunheimar auglýsir eftirfarandi stöður lausar til umsóknar

Leikskólakennarar

Jötunheimar auglýsir eftir leikskólakennurum í 100% starfshlutfall frá og með 9. ágúst 2018.

Menntun og hæfniskröfur:

  • Leikskólakennararéttindi
  • Góð íslensku kunnátta
  • Áhugi, reynsla og hæfni í starfi með börnum
  • Jákvæðni, frumkvæði og góður samstarfsvilji
  • Góð færni í mannlegum samskiptum
  • Sjálfstæð og skipulögð vinnubrögð
  • Færni til að tjá sig í ræðu og riti

Helstu verkefni og ábyrgð:

  • Starfar samkvæmt lögum og reglugerð um leikskóla, öðrum lögum er við eiga, aðalnámskrá leikskóla og skólastefnu Árborgar.
  • Vinnur að uppeldi og menntun barnanna. Fylgist vel með velferð þeirra og hlúir að þeim andlega og líkamlega í samræmi við eðli og þarfir hvers og eins svo að þau fái notið sín sem einstaklingar.
  • Tekur þátt í gerð skólanámskrár, mati á starfsemi leikskólans og þróunarverkefnum undir stjórn leikskólastjóra.
  • Tekur þátt í skipulagningu faglegs starfs deildarinnar undir stjórn deildarstjóra.
  • Vinnur í nánu samstarfi við foreldra/forráðamenn barnanna.
  • Situr foreldrafundi, sem haldnir eru á vegum leikskólans.
  • Tekur þátt í samstarfi við ýmsar stofnanir og sérfræðinga sem tengjast leikskólanum í samráði við deildarstjóra.
  • Situr starfsmannafundi og aðra fundi er yfirmaður segir til um og varðar starfsemi leikskólans.
  • Sinnir þeim verkefnum er varðar uppeldi og menntun barnanna sem yfirmaður felur honum.

Störfin henta jafnt körlum sem konum og launakjör eru samkvæmt kjarasamningi Launanefndar sveitarfélaga og viðkomandi stéttarfélags.

Umsóknarfrestur er til 15. maí 2018.

Frekari upplýsingar veitir:

Júlíana Tyrfingsdóttir leikskólastjóri Jötunheima, sími 480-6372, netfang: julianat@arborg.is