Leikskólinn Jötunheimar óskar eftir að ráða þroskaþjálfa

Leikskólinn Jötunheimar óskar eftir að ráða þroskaþjálfa í 100% stöðu frá og með 1. nóvember 2014.  Leitað er að metnaðarfullum einstaklingi sem er tilbúinn til að taka þátt í góðu faglegu starfi leikskólans.

Meginverkefni:

  • Að veita barni með sérþarfir stuðning.
  • Að eiga samstarf við foreldra, fagaðila og aðra ráðgjafa.
  • Að vinna að gerð einstaklingsnámskrár í samvinnu við deildarstjóra og sérkennslustjóra og fylgja henni eftir.

Menntun og hæfniskröfur:

  • Þroskaþjálfamenntun, leikskólakennaramenntun eða önnur hliðstæð menntun.
  • Sýni jákvæðni, frumkvæði og samstarfsvilja.
  • Góð færni í mannlegum samskiptum.
  • Áhugi og hæfni í starfi með börnum.
  • Góðir skipulagshæfileikar og færni til að tjá sig í ræðu og riti.

Frekari upplýsingar veitir Júlíana Tyrfingsdóttir, sími 480 6372 og áhugasamir geta sent umsóknir á netfangið julianat@arborg.is.

Umsóknarfrestur er til 20. október 2014.

Starfið hentar jafnt körlum sem konum og launakjör eru samkvæmt kjarasamningi Launanefndar sveitarfélaga og viðkomandi stéttarfélags.