Skoppa og Skrítla

Í morgun komu Skoppa og Skrítla til okkar í boði foreldrafélagsins. Þær mættu hingað með glens, grín og ótrúlega flotta sýningu sem börnin fengu að vera þátttakendur í. Börnin voru ótrúlega ánægð með sýninguna og sérstaklega í lokin þegar hver deild fékk að taka mynd af sér með þeim. Hér eru nokkrar myndir og viljum við þakka foreldrafélaginu kærlega fyrir gjöfina.