Matseðill
Í leikskólanum Jötunheimum er allt kapp lagt á að bjóða sem hollastan og fjölbreyttastan heimilismat. Morgunhressing leikskólanna í Árborg er á þann veg að boðið er upp á morgunmat og ávexti milli 7:45 og 10:00 og allir sem eru í vistun á þeim tíma greiða morgunhressingargjaldið. Þetta var ákveðið á 18. fundi bæjarstjórnar Árborgar 9. desember 2015.
Hafragrautur og lýsi er í boði alla daga vikunnar frá 7:45-9:30 og í Jötunheimum er boðið upp á ávexti um miðjan morgun.
Alla daga er boðið upp á beimabakað brauð og/eða hrökkbrauð ásamt ýmsum tegundum af áleggi.