Fréttasafn

9. febrúar, 2024

Dagur leikskólans er haldinn hátíðlegur í leikskólum landsins 6. febrúar ár hvert. Sjötti febrúar er merkilegur dagur í sögu leikskólans því þann dag árið 1950 voru fyrstu sam­tök leik­skóla­kenn­ara stofnuð. […]

Lesa Meira >>

Ritrýnd fræðigrein um þróunarverkefni leikskólanna í Árborg

1. nóvember, 2024

Á síðasta skólaári tóku leikskólarnir í Árborg þátt í þróunarverkefni sem styrkt var af Sprotasjóði og fjallaði um félags- og tilfinningahæfni barna. Tveir rannsakendur frá Menntavísindasviði Háskóla Íslands komu að […]

Lesa Meira >>

Samfélagslöggan í heimsókn

28. október, 2024

Föstudaginn 25. október fengum við góða heimsókn í leikskólann okkar. Hingað komu tvær lögreglukonur ásamt honum Lúlla löggubangsa. Við fengum að hlusta á söguna um hann Lúlla og lærðum mikið […]

Lesa Meira >>

Farsæl börn í leikskóla

9. september, 2024

Síðasta skólaár tók leikskólinn Jötunheimar, ásamt hinum leikskólum Árborgar, þátt í þróunarverkefni sem styrkt var að Sprotasjóði. Markmið verkefnisins er þríþætt og tengist innleiðingu ákvæða laga um samþætta þjónustu í […]

Lesa Meira >>
Fréttasafn

Læsisstefna Árborgar – Læsi til lífs og leiks

1. september, 2025

Læsisstefna Árborgar var gefin út á Fræðsludegi Árborgar, 21. ágúst síðast liðinn.

Læsisstefnan ber heitið Læsi til lífs og leiks, er ein af undirstefnum Menntastefnu Árborgar og gildir til ársins 2030.

Stefnan byggir á:

  • Gildandi aðalnámskrám leik- og grunnskóla
  • Þemahefti frístundaheimila
  • Barnasáttmála
  • Heimsmarkmiða Sameinuðu þjóðanna.

Læsisstefnan er afrakstur þverfaglegrar vinnu fulltrúa leik- og grunnskóla, frístundastofnana og skólaþjónustu. Leitað var til foreldra þar sem óskað var eftir ábendingum varðandi stefnuna.

Með stefnunni er lögð áhersla á að öll börn og unglingar í skóla- og frístundastarfi Árborgar geti nýtt sér læsi til lífs og leiks og er markmiðið að börn, unglingar, foreldrar, kennarar og aðrir sem koma að uppeldi með einhverjum hætti geti nýtt sér stefnuna.

Læsisstefnan skiptist í tvo meginkafla, annars vegar málþroska, lestur og ritun og hins vegar læsi í víðum skilningi.

Nánar má lesa um læsisstefnu Árborgar á heimasíðu Árborgar – https://www.arborg.is/ibuar/skolar-og-daggaesla/laesisstefna-til-2030/

 

Sem viðbót við læsisstefnuna var sett á laggirnar Verkfærakista fyrir kennara, foreldra og alla þá sem vinna með börn og ungmenni.

Verkfærakistunni til halds og traust er gervigreind sem aðstoðar þá sem leitar í verkfærakistuna. Í henni fá útvega sér verkefni, leiki, lesefni og fleira sem tengjast þáttum læsistefnunnar og fyrir hvaða aldur sem er frá leikskólaaldri til elsta stigs grunnskóla.

Verkfærakistuna má nálgast hér:  https://arborg.kunnatta.is/

 

Ritrýnd fræðigrein um þróunarverkefni leikskólanna í Árborg

1. nóvember, 2024
Á síðasta skólaári tóku leikskólarnir í Árborg þátt í þróunarverkefni sem styrkt var af Sprotasjóði og fjallaði um félags- og tilfinningahæfni barna. Tveir rannsakendur frá Menntavísindasviði Háskóla Íslands komu að þróunarverkefninu og tóku þeir meðal annars rýnihópaviðtöl í upphafi og lok þróunarverkefnisins.
Félags- og tilfinningahæfni barna er mikilvægur þáttur í menntun leikskólabarna og undirstaða frekara náms og þátttöku í lýðræðissamfélagi. Markmið rannsóknarinnar var að skoða hvernig starfsfólk leikskóla þróaði leiðir til að styðja við félags- og tilfinningalegt nám barna í leik og daglegu starfi og hvernig hlúð er að vináttu þeirra og samskiptum. Tilgangurinn var því að varpa ljósi á hvernig hægt væri að styðja við félags- og tilfinningahæfni barna í leik og daglegu starfi í leikskólum.
Líta má á þróunarverkefnið sem mikilvægt upphaf fyrir þátttakendur til að innleiða og þróa áfram árangursríkar leiðir til að styðja við félags- og tilfinningalegt nám barna. Með áframhaldandi fræðslu og þjálfun starfsfólks, endurskoðun á skipulagi og rými leikskólans og auknu samstarfi við foreldra má stuðla að betri samskiptum, vináttu og vellíðan barna í leikskólum.
Skrifuð hefur verið ritrýnd grein um verkefnið og hvetjum við alla þá sem hafa áhuga á að fræðast meira um verkefnið að lesa hana hér að neðan: