Fréttasafn

Sumarkveðja

3. júlí, 2024

Leikskólinn Jötunheimar er lokaður frá og með klukkan 13:00 3. júlí og opum við aftur fimmtudaginn 8. ágúst kl. 13. Um leið og við þökkum fyrir samveruna og samstarfið á …

Sumarkveðja Read More »

Lesa Meira >>

Námsferð til Danmerkur

2. júlí, 2024

Í lok apríl síðast liðnum fóru kennarar leikskólans til Danmerkur í námsferð. Allt frá því að síðustu námsferð okkar erlendis lauk í apríl 2017 var hugur í okkur að fara …

Námsferð til Danmerkur Read More »

Lesa Meira >>

Uppeldisnámskeið fyrir verðandi foreldra í Jötunheimum  

25. júní, 2024

Dagana 19. og 20. júní voru haldin uppeldisnámskeið hér í Jötunheimum sem hluti af þróunarverkefni skólaþjónustu Árborgar. Markmið verkefnisins er að skapa vettvang fyrir fræðslu til foreldra við upphaf leikskólagöngu …

Uppeldisnámskeið fyrir verðandi foreldra í Jötunheimum   Read More »

Lesa Meira >>

Sumarhátíð 2024

25. júní, 2024

Sumarhátíð leikskólans var haldin hér í Jötunheimum 14. júní síðast liðinn í dásamlegu veðri.   Ýmislegt var hægt að gera fást við og upplifa á hátíðinni, meðal annars kom slökkvibíll frá …

Sumarhátíð 2024 Read More »

Lesa Meira >>
Fréttasafn

Sumarkveðja

3. júlí, 2024
Leikskólinn Jötunheimar er lokaður frá og með klukkan 13:00 3. júlí og opum við aftur fimmtudaginn 8. ágúst kl. 13.
Um leið og við þökkum fyrir samveruna og samstarfið á skólaárinu sem er að líða óskum við ykkur góðra stunda og samveru í sumarfríinu.
Njótið sumarsins kæru foreldrar og börn
Sumarkveðja,
Starfsfólk Jötunheima.

Námsferð til Danmerkur

2. júlí, 2024

Í lok apríl síðast liðnum fóru kennarar leikskólans til Danmerkur í námsferð.

Allt frá því að síðustu námsferð okkar erlendis lauk í apríl 2017 var hugur í okkur að fara aftur að stað fjórum árum seinna. Covid-19 setti örlítið strik í reikninginn og þurftum við að falla frá fyrri plönum um að fara í námsferð árið 2021. Árið 2021 var stofnað teymi sem sá um að skipuleggja ferðina okkar og tókst þeim vel til.  

Teymið lagði heilmikla vinnu í að finna út hvert ætti að fara og var það endanlega ákveðið í nóvember 2023 að haldið yrði til Kaupmannahafnar. Ferðaskrifstofan Visitor ásamt Berlínum sáu um allt skipulag og bókanir á heimsóknunum og þökkum við þeim ofsalega vel fyrir.  

Aðfaranótt miðvikudagsins 24. apríl var komið að því að 37 starfsmenn Jötunheima lögðu af stað í námsferðina. Tilgangur ferðarinnar var að kynna sér skóla í Danmörku og kynnast menntakerfinu og leikskólaumhverfinu í Danmörku. Eins langaði okkur að vita hvernig nemendur færu á milli skólastiga þar sem skólarnir voru ýmist fyrir börn 1-3 ára og svo 3-5 ára. Ásamt þessu langaði okkur að kynnast hvernig Hovedbibliotek København hefur útfært bókasafn sitt og aðstöðu sína með það í huga að auka lestrar- og bókaáhuga barna frá unga aldri. Ásamt þessu var einnig mikill áhugi starfsfólksins að fá fyrirlestur um jákvæða sálfræði og hvernig við getum aukið lífsgleði okkar í leik og starfi og fengum við fyrirlestur frá Töfrakistunni í Jónshúsi. 

Þá er ferð eins og þessi mjög gott hópefli og ekki síður mikilvæg fyrir þær sakir. 

Hér má finna skýrslu ferðarinnar. Námsferð Jötunheima til Danmerkur 2024- Skýrslan