Fréttasafn
Á síðasta skólaári tóku leikskólarnir í Árborg þátt í þróunarverkefni sem styrkt var af Sprotasjóði og fjallaði um félags- og tilfinningahæfni barna. Tveir rannsakendur frá Menntavísindasviði Háskóla Íslands komu að …
Ritrýnd fræðigrein um þróunarverkefni leikskólanna í Árborg Read More »
Lesa Meira >>Föstudaginn 25. október fengum við góða heimsókn í leikskólann okkar. Hingað komu tvær lögreglukonur ásamt honum Lúlla löggubangsa. Við fengum að hlusta á söguna um hann Lúlla og lærðum mikið …
Samfélagslöggan í heimsókn Read More »
Lesa Meira >>Síðasta skólaár tók leikskólinn Jötunheimar, ásamt hinum leikskólum Árborgar, þátt í þróunarverkefni sem styrkt var að Sprotasjóði. Markmið verkefnisins er þríþætt og tengist innleiðingu ákvæða laga um samþætta þjónustu í …
Farsæl börn í leikskóla Read More »
Lesa Meira >>Leikskólinn Jötunheimar er lokaður frá og með klukkan 13:00 3. júlí og opum við aftur fimmtudaginn 8. ágúst kl. 13. Um leið og við þökkum fyrir samveruna og samstarfið á …
Lesa Meira >>Fréttasafn
Föstudaginn 25. október fengum við góða heimsókn í leikskólann okkar. Hingað komu tvær lögreglukonur ásamt honum Lúlla löggubangsa. Við fengum að hlusta á söguna um hann Lúlla og lærðum mikið af henni og má þar nefna umferðareglurnar, samfélagsreglur og hvert hlutverk lögreglunnar og annarra viðbragðsaðila er.
Börn fædd 2021 – 2023 fengu fræðslu um notkun endurskinsmerkja og mikilvægi þeirra. Börnunum bauðst að spyrja lögreglukonurnar spurninga og voru þau helst áhugasöm um að vita hvort þær hefðu komið á löggubílnum. Í lok heimsóknarinnar fengu börnin endurskinsmerki frá foreldrafélagi Jötunheima.
Börn fædd 2019 – 2020 fengu að hlusta á söguna um hann Lúlla og lærðum mikið af henni og má þar nefna umferðareglurnar, samfélagsreglur og hvert hlutverk lögreglunnar og annarra viðbragðsaðila er. Í lok heimsóknarinnar fengu börnin við endurskinsmerki frá foreldrafélaginu og litabók frá lögreglunni.
Við þökkum samfélagslöggunni kærlega fyrir að koma og fræða okkur um notkun endurskinsmerkja og umferðarreglurnar. Jafnframt þökkum við foreldrafélagi Jötunheima fyrir endurskinsmerkin en þau koma sér vel í skammdeginu.