Í dag, mánudaginn 6. febrúar, er dagur leikskólanna.

Í tilefni hans er haldin hátíð í leikskólum landsins í tíunda sinn, en þann dag árið 1950 stofnuðu frumkvöðlar leikskólakennara fyrstu samtök sín. Leikskólar landsins hafa á undanförnum árum haldið upp á dag leikskólans með margbreytilegum hætti og þannig stuðlað að jákvæðri umræðu um leikskólastarfið.

Við í Jötunheimum fórum í gönguferð í nærumhverfi leikskólans með fána sem hver deild var búin að útbúa. Hér er að líta nokkrar myndir af skrúðgöngunni.