Leikskólinn Jötunheimar er lokaður frá og með 6. júlí til og með 3. ágúst 2022.
Þetta skólaár hefur verið lærdómsríkt, krefjandi á köflum, en umfram allt gefandi og skemmtilegt.
Við erum þakklát fyrir okkar frábæra starfsfólk sem hefur sýnt mikla útsjónarsemi, jákvæðni og áreiðni.
Við viljum þakka ykkur foreldrum fyrir samstarfið og skilninginn sem þið sýnduð á skólaárinu þegar Covid gerði vel vart við sig í okkar húsi, það er ómetanlegt að eiga skilningsríkan og samvinnufúsan foreldrahóp. Svo ekki sé nú talað um litlu og stóru snillingana, barnahópinn okkar, sem gefur lífinu lit hvern einasta dag í leik og starfi. Þau hafa líkt og við þurft að aðlagast breyttum venjum og gert það með glæsibrag.
Við förum full tilhlökkunnar inn í næsta skólaár og ánægjulegt er að hugsa til þess að geta farið aftur í okkar fyrra horf. Á næsta skólaári er margt spennandi sem liggur fyrir, til að mynda að ætlum við okkur að virkja foreldrahóp leikskólans enn meira en gert hefur verið hingað til.
Við vonum að þið eigið ljúft sumarfrí og njótið samverunnar. Við hvetjum ykkur til að kíkja á leikskólalóðina okkar að leika og kíkja á nýja hreyfihringinn okkar.
Kær kveðja,
Stjórnendur Jötunheima