Foreldrasamvinna  

Foreldrar í teymum leikskólans

Það er gaman að sjá samstarf leikskólans og heimilina vaxa og eflast eftir síðustu ár þegar hægja þurfti gríðarlega á þeirri samvinnu.  

Alls kyns skemmtileg verkefni eru unnin deildum sem snúa að samvinnu milli heimilis og skóla t.a.m. bókaormur og Lubbi sem fer heim með börnum á Háberg og Miðbergi. 

Í október s.l. óskuðum við eftir liðsinni foreldra í teymi hér í leikskólanum og fengum við frábær viðbrögð. Við erum því nú með starfandi 2 teymi sem foreldrar eru þátttakendur í og vonumst við til að geta boðið foreldrum með í fleiri teymi.  

Í Jötunheimum er vikt lærdómssamfélag þar sem er faglegur metnaður og ígrundun um eigið starf fer fram. Samvinna er í hávegum höfð með það að markmiði að styðja við kennarana okkar, faglega starfið okkar, hlúa að líðan nemenda og búa þeim gott námsumhverfi. Lærdómssamfélagið í Jötunheimum birtist t.a.m í teymum sem eru þverfagleg og teymisvinnu meðal deilda.   

Að starfa í lærdómssamfélagið auðgar starf okkar og er aðkoma foreldra að teymunum kærkomin viðbót í teymin.  

Foreldrafélag Jötunheima 

Stjórn foreldrafélag Jötunheima var kosin á aðalfundi í september s.l. og má finna upplýsingar um það hér; https://jotunheimar.arborg.is/leikskolinn/foreldrafelag/ 

Foreldrafélagið stendur fyrir ýmsum uppákomum yfir skólaárið og bjóða þau meðal annars upp á leiksýningu, og á þessu skólaári er áætluð myndataka á vegum foreldrafélagsins eftir áramót.

Hér má finna Facebook síður foreldrafélagsins; https://www.facebook.com/groups/220380108058248/?ref=share    

Foreldraráð Jötunheima

Foreldraráð er óbreytt frá síðasta skólaári. Foreldraráðið starfar skv. ákvæðum 11. gr. laga um leikskóla nr. 90/2008 og má sjá upplýsingar um verksvið þeirra hér; https://jotunheimar.arborg.is/leikskolinn/foreldrarad/