Logi og Glóð

Fimmtudaginn 10. nóvember fékk elsti árangur leikskólans heimsókn frá tveimur slökkviliðsmönnum Brunavörnum Árnessýslu þar sem þeir kynntu fyrir börnunum forvarnarverkefnið um Loga og Glóð. Slökkviliðsmennirnir ræddu við börnin, fræddu þau um mikilvægi eldvarna og sýndu þeim myndband um Loga og Glóð sem finna má hér https://www.youtube.com/watch?v=nUuH9FPlnwU

Miklar og góðar umræður fóru fram meðal barnanna og slökkviliðsmannana og ljóst er að flottur barnahópur bættist í hóp aðstoðarmanna slökkviðliðsins.

Að lokinni heimsókn fengu börnin að gjöf fallega möppu sem heitir Slökkviliðið mitt. Í henni eru þrautir og verkefni og sérstakur reitur þar sem börnin geta sett mynd af sér með slökkviliðshjálm. Á bakhliðinni má finna áríðandi skilaboð til foreldra. Börnin fengu einnig bækling með sér heim þar sem helstu atriði eldvarna eru útskýrð. Að auki fengu börnin viðurkenningarskjal þar sem slökkviliðsstjóri býður það velkomið í hóp aðstoðarmanna slökkviliðsins. Brunavarnir Árnessýslu gáfu börnunum einnig buff og endurskynsmerki.

Hér má finna frekari upplýsingar um forvarnarverkefnið Loga og Glóð http://brunabot.is/forvarnir_ebi_barnamappan.pdf

Við þökkum Brunavörnum Árnessýslu kærlega fyrir heimsóknina og góðu fræðsluna.