Stýrihópur er nú að vinna að endurskoðun skólastefnu Sveitarfélagsins Árborgar. Mikilvægur hluti þeirrar vinnu er að fá hugmyndir frá sem flestum úr skólasamfélaginu. Þegar hefur læsisstefna verið gefin út sem er mikilvægur hluti skólastefnunnar, hugarflugsfundurvar haldinn með nemendum síðastliðið vor og ábendingavefur hefur verið opnaður á heimasíðu Árborgar.
Næsti hugarflugsfundur verður haldinn í Sunnulækjarskóla miðvikudaginn 22. nóvember 2017 kl. 17:30-19:30. Þangað eru allir velkomnir og súpuhressing verður í boði fræðslusviðs Árborgar.
Á fundinum verður unnið með þjóðfundarformi. Gamla skólastefnan er aðgengileg á heimasíðu Árborgar, sjá hér.
Allir áhugasamir hvattir til að mæta.
Stýrihópur um endurskoðun skólastefnu Árborgar.