FORELDRANÁMSKEIÐ: UPPELDI SEM VIRKAR—FÆRNI TIL FRAMTÍÐAR

FORELDRANÁMSKEIÐ: UPPELDI SEM VIRKAR—FÆRNI TIL FRAMTÍÐAR

verður haldið nú í nóvember í Ráðhúsi Árborgar. Námskeiðið verður haldið vikulega í fjögur skipti, frá kl. 13 – 15 á mánudögum og hefst 3. nóvember. Leiðbeinandi verður Sólveig Norðfjörð sálfræðingur skólaþjónustu Árborgar. Námskeiðið er hugsað fyrir foreldra barna á aldrinum 0-6 ára, með áherslu á að kenna foreldrum leiðir til að skapa góð uppeldisskilyrði og kenna barninu færni sem líkleg er til að nýtast því til frambúðar. Kenndar verða aðferðir til að styrkja hæfni foreldra í að laða fram æskilega hegðun og fyrirbyggja erfiðleika.

auglýsing