Fræðsludagur leikskólanna í Árborg

Föstudaginn 25. nóvember s.l. var haldinn Fræðsludagur leikskólanna í Árborg og fór hann fram á Stað á Eyrarbakka.  

Segja má að einkunnarorð fræðsludagsins hafi veriði vellíðan og farsæld barna sem er okkur jafnan mjög hugleikið í leikskólastarfinu.  

Við fengum fyrirlestur frá Hugarfrelsi sem sérhæfir sig í vellíðan barna. Í fyrirlestrinum var farið yfir áhrifaríkar aðferðir til að bæta líkamlega og andlega vellíðan í leik og starfi. Einnig fengum við kynningu frá Kristínu Björk, kennsluráðgjafa og verkefnastjóra farsældarteymis Árborgar, um farsæld barna og þau nýju lög, Lög um samþættingu þjónustu í þágu farsældar barna, sem tóku gildi 1. janúar 2022.  

Farið var yfir helstu þætti laganna og hlutverk okkar í leikskólanum til að tryggja að fylgst sé með velferð barna, metin þörf fyrir þjónustu og brugðist við stuðningsþörf barna og foreldra á skilvirkan hátt.   

Eftir hádegi gafst góður tími þar sem unnið var úr fyrirlestrunum og þá sérstaklega kynningu Kristrínar Bjarkar um Farsæld barna – hvernig við getum unnið að farsæld barna í leikskólanum okkar, hvernig getum metið líðan barna, hvernig getum við stuttu við kennana okkar í þeirri vinnu og hvernig getum við sömuleiðis stutt við foreldra í þeirra uppeldishlutverki.  

Óhætt er að segja að mikil ánægja hafi verið með þenna fræðsludag þar sem fóru fram fagleg og metnaðarfull umræða.