Fræðslumyndbönd talmeinafræðinga

Á heimasíðu Árborgar má finna hnitmiðuð fræðslumyndbönd um helstu þætti sem tengjast máli, tali og rödd leikskólabarna. Fræðslumyndböndin eru unnin í samstarfi talmeinafræðinga Skólaþjónustu Árborgar, Skólaþjónustu Árnesþings og Skólaþjónustu Rangárvalla- og Vestur-Skaftafellssýslu. 

Myndböndin sex skiptast í eftirfarandi þætti;

  • Framburður leikskólabarna
  • Málörvun leikskólabarna
  • Raddheilsa leikskólabarna
  • Fjöl-og tvítyngi leikskólabarna
  • Hljóðkerfisvitund leikskólabarna
  • Stam leikskólabarna

Hér er slóðin á myndböndin en á þeirri síðu má einnig nálgast upplýsingar um málþroskaröskun og ADHD, góð ráð til foreldra ungra barna í málörvun barna o.fl.;

https://www.arborg.is/stjornsysla/svid-og-deildir/fjolskyldusvid/fraedsluthjonusta/fraedsluefni/#fraeslumyndbondtalmeinafringameahersluleikskolaaldur

Við hvetjum alla til að kynna sér þessi myndbönd og fá um leið betri tilfinningu fyrir því hvað er dæmigert þegar kemur að tali og máli leikskólabarna, hvað er ódæmigert, hvað er hægt að gera og hvenær þarf að kalla til talmeinafræðing.