112 dagurinn

Í tilefni af 112 deginum sem er 11. febrúar ár hvert fengum við slökkviliðið í heimsókn til okkar í Jötunheima.

Slökkviliðsmennirnir fræddu börnin um neyðarnúmerið 112 og var gaman að sjá hversu meðvituð börnin á Miðbergi og Hábergi eru um neyðarnúmerið 112. Þeir ræddu einnig um mikilvægi reykskynjara og svöruðu spurningum og hugleiðingum barnanna og kynntu starf slökkviðliðsins.

Þema 112 dagsins í ár er „Hvað get ég gert?“ og er ætlunin með því að vekja fólk til vitundar um hvernig það getur brugðist við þegar neyðarástand skapast; svo sem þegar komið er að slysi, einhver nærstaddur veikist skyndilega, eldur brýst út o.s.frv.

Við í Jötunheimum teljum skyndihjálp mikilvæga endurmennt og fer starfsmannahópurinn á skyndihjálparnámskeið annað hvert ár og nú síðast í ágúst 2022. Á námskeiðinu var farið yfir fyrstu hjálp helstu slysa og óhappa sem geta átt sér stað innan leikskólans og utan.

Við hvetjum alla foreldra og forráðamenn að vera meðvituð um þá fyrstu hjálp sem hægt er að veita við slysum eða óhöppum með því að fara reglulega á skyndihjálparnámskeið.