Kæru foreldrar
Á 29. fundi bæjarstjórnar, 14. desember 2016, var samþykkt að breyta gjaldskrá fyrir leikskóla, mat í leikskólum, skólavistun og skólamat í grunnskólum frá og með 1. janúar 2017. Gjaldskráin verður aðgengileg á heimasíðu Árborgar um áramót.
Um áramótin verður tekið upp nýtt kerfi sem felur í sér að leikskólastjórnendur gera alla reikninga, þeir fara síðan í Ráðhúsið sem sendir þá til innheimtu.
Við viljum einnig minna á að ef foreldrar/forráðamenn óski eftir að breyta dvalartíma og eða/kaupum á mat/hressingu verða þeir að tilkynna það viðkomandi leikskólastjóra eigi síðar en 15. hvers mánaðar. Breyting á gjaldtöku tekur þá gildi næstu mánaðamót á eftir.
Innritunarferli leikskólanna verður frá næsta vori rafrænt í gegnum Mín Árborg og leikskólastjórnendur sjá þá um innritun nýrra nemenda.
Ef einhverjar spurningar vakna þá hvetjum við ykkur til að hafa samband við leikskólastjóra.