Gjöf frá foreldrafélagi Jötunheima

Okkur hefur borist ofsalega góð gjöf frá foreldrafélagi Jötunheima. Þau gáfu okkur stafræna smásjá. Hún mun nýtast okkur  vel í skólastarfinu til þess að rannsaka allt milli himins og jarðar. Við getum tengt hana við tölvu og þannig fengið stóra og góða mynd af því sem við erum að skoða. Við getum síðan tengt tölvuna við skjávarpann í salnum og þannig nýtt stóra sýningartjaldið okkar. Endalausir möguleikar sem við hlökkum til að rannsaka. Takk kærlega fyrir okkur kæra foreldrafélag.