Þá er október mánuður tekinn við með öllum sínum haustsjarma
Haustið hefur farið vel af stað og erum við að venjast því að hafa tvær starfstöðvar sem gengur ótrúlega vel. Jákvæðni og seigla starfsfólksins hefur þar mikið að segja.
Aðlöguð hafa verið 74 ný börn í leikskólann og tók daglegt líf og leikur mið af því í september. Nú þegar börnin hafa að mestu leyti öðlast gott öryggi á sínu leikskólaumhverfi fer starfið okkar að hefjast og verður það kynnt foreldrum á næstu vikum.
8. september síðastliðinn varð leikskólinn okkar 15 ára gamall og var dagurinn haldinn hátíðlegur á báðum okkar starfsstöðvum með söngstund og sprelli.
Þróunarverkefni leikskóla Árborgar „hvernig styðja má við farsæld barna í leikskóla?“ var formlega hafið 18. ágúst síðast liðinn á fræðsludegi fjölskyldusviðs Árborgar. Við í Jötunheimum höfum þegar hafið þetta verkefni á ýmsan hátt m.a. skoðað hvernig við stöndum í þeim þremur þáttum sem verkefnið tekur mið af og hvernig við viljum vinna áfram í þessum þáttum. Í þessari viku hófst læsislota í tengslum við þróunarverkefnið þar sem að allir kennarar leikskólans lesa sömu ritrýndu greinina; starfendarannsóknir til starfsþróunar leikskólakennara: ávinningur og áskoranir eftir Ingibjörgu Ósk Sigurðardóttur.
Teymin okkar eru farin af stað og hafa ný teymi þegar við stofunuð t.a.m. teymi sem mun halda utan um vinnu þróunarverkefnisins.
Á komandi vikum mun margt skemmtilegt eiga sér stað, í lok október er gleðivika þar sem við leggjum niður skipulagðar stundir og breytum aðeins til í hversdagleikanum. Þessa daga verður t.d. flæði, náttfata og bangsa dagur, rugldagur og marg fleira. Einnig ætlum við að hafa búningadag í lok október í tilefni af hrekkjavökunni.
Logi og Glóð, slökkviliðsálfarnir verða kynntir elstu börnum leikskólans á komandi vikum og sjá Brunavarnir Árnessýslu um þá kynningu hér í leikskólanum.
Eins og sjá má fer haustið okkar vel af stað og við erum full tilhlökkunar fyrir skólaárinu sem framundan er.