Heilsa og hollusta fyrir alla – fyrirlestur Ebbu Guðnýjar fyrir foreldra leikskólabarna.

Foreldrafélög leikskóla Árborgar auglýsa fyrirlesturinn Heilsa og Hollustafyrir alla. Þetta er sameiginlegur fyrirlestur fyrir foreldra og forráðamenn leikskólabarna í Sveitarfélaginu Árborg. Fyrirlesturinn verður þriðjudaginn 18.nóvember kl. 19:30 í Fjallasal Sunnulækjarskóla á Selfossi. Fyrirlesari er Ebba Guðný Guðmundsdóttir. Ebba Guðný segir okkur á mannamáli hvernig við getum á auðveldan hátt gert eitt og annað til að bæta heilsu okkar. Hún lumar á ýmsum hagnýtum ráðum og fróðleik sem nýtist öllum í fjölskyldunni, ungum sem öldnum. Ebba Guðný er menntaður kennari og hefur haldið fyrirlestra og námskeið um mataræði og heilsu ungabarna, barna og allrar fjölskyldunnar frá því 2006.

Bókin „Eldað með Ebbu“ er til sölu eftir fyrirlesturinn á kr. 2000.

Hlökkum til að sjá ykkur