Kveikt á jólatrénu á Jólatorginu á Selfossi laugardaginn 22. nóvember kl. 16:00

Kæru foreldrar

Kveikt verður á jólatrénu á jólatorginu 22. nóvember kl:16:00.  Jólatorgið er í Sigtúnsgarði beint á móti Ölfusárbrú.

Börn í leikskólum Árborgar eiga kost á að taka þátt með því að koma upp á svið, telja niður áður en kveikt er á jólatrénu og syngja svo nokkur lög saman í kór.  Börnin sem ætla að taka þátt verða að vera komin rétt fyrir klukkan 16:00.

Hún Guðný Birgisdóttir frá leikskólanum Álfheimum mun stýra kórnum og tekur á móti börnunum á Jólatorginu. Henni til aðstoðar verður síðan Birgir Hartmannsson sem spilar á harmonikku.

Lögin sem verða sunginn á torginu eru :

  • Ég sá mömmu kyssa jólasvein
  • Jólasveinar einn og átta.
  • Jólasveinar ganga um gólf
  • Í skóginum stóð kofi einn
  • Adam átti syni sjö
  • Höfuð herðar hné á tær.

 

Vonandi sjáið þið ykkur fært að mæta með börnunum ykkar en það skal tekið fram að það er algjörlega ykkar ákvörðun hvort að barnið ykkar taki þátt eða ekki.

 

Leikskólar Árborgar og Menningar- og frístundsvið