Heimsókn skólastjórnenda og starfsfólks fræðslusviðs Reykjanesbæjar föstudaginn 24.okt 2014

Föstudaginn, 24.október 2014, fáum við í Jötunheimum góða heimsókn. Skólastjórnendur og starfsfólk fræðslusviðs Reykjanesbæjar ætla að koma og skoða skólastarf í sveitarfélaginu Árborg. Þau munu skipta sér í tvo hópa. Annar hópurinn heimsækir Sunnulækjarskóla og hinn hópurinn kemur hingað til okkar í Jötunheimum.

Móttakan hefst 13:15 og stendur til 14:40. Í salnum í Jötunheimum mun fara fram kynning á starfi Jötunheima sem og starfi annarra leikskóla í sveitarfélaginu í tengslum við annað kynningarefni sem verður á boðstólnum.

Við bjóðum hópinn hjartanlega velkominn 🙂