Hinsegin vika Árborgar verður haldin hátíðleg í þriðja sinn, vikuna 26. febrúar til 1. mars og tökum við í Jötunheimum að sjálfsögðu þátt í þeirri viku.
Markmið hinsegin vikunnar er að minna á mikilvægi þess að fagna fjölbreytileikanum og stuðla að öryggi og sýnileika, ásamt bættri stöðu fyrir öll í samfélaginu. ásamt því er markmið vikunnar að auka fræðslu, skapa umræður og vera sýnileg.
Meðal þess sem er á dagskrá þessa viku er fræðsla frá Sólveigu Rós. Sólveig er foreldra- og uppeldisfræðingur með sérhæfingu í hinsegin málum og fjölbreytileika. Fræðslan mun fara fram á Teams þann 26. febrúar kl. 20:00 og má finna nánari upplýsingar á heimasíðu Árborgar.
Margrét Tryggvadóttir, rithöfundur, verður á Bókasafninu 29. febrúar frá 17-18. Margrét gaf m.a. út bækurnar Stolt og Sterk, sem fjalla um trans stúlkur af einlægni og virðingu, en Sterk hlaut einmitt Barnabókaverðlaun Guðrúnar Helgadóttur árið 2021.
Við ljúkum svo vikunni með regnbogadegi þann 1. mars og hvetjum við alla til að taka þátt í þeim degi með því að klæðast litríkum fatnaði.