Orð eru ævintýri

Í gær, þriðjudaginn 19. mars komu talmeinafræðingar frá Skólaþjónustu Árborgar í heimsókn til okkar og hitti börn fædd árið 2018, 2019 og 2020.

Tilgangur heimsóknarinnar var að færa þeim börnum bókina Orð eru ævintýri sem gefin er út af Menntamálastofnun og Miðju máls og læsis.

Bókin Orð eru ævintýri er litrík og skemmtileg myndaorðabók sem býður upp á mörg tækifæri til að spjalla um orð daglegs lífs og efla orðaforða á fjölbreyttan hátt. Á hverri opnu bókarinnar má einnig finna köttinn Kúra sem gaman er að finna og ræða um hvað hann sé að gera.

Nánari upplýsingar um bókina má finna á heimasíðu Árborgar, hér  og einnig má finna rafræna útgáfu af Orð eru ævintýri auk spila- og kennsluleiðbeininga hér

Þess má geta að allar deildir leikskólans fengu einnig eintak af bókinni og því geta öll börn leikskólans skoðað bókina hér í leikskólanum.

Við þökkum kærlega fyrir þessa góðu gjöf.