Námsferð Jötunheima 24. – 26. apríl

Frá og með 24. apríl til og með 26. apríl eru kennarar leikskólans Jötunheima í námsferð í Danmörku og er leikskólinn því lokaður þá daga.

Í Danmörku ætlar hópurinn að skoða þrjá leikskóla ásamt því að fá fræðslu á Hovedbibliotek Kaupmannahafnar. Einnig mun hópurinn fara á námskeið í Jónshúsi um vellíðan í leik og starfi.

Mikil tilhlökkun er  fyrir þessari ferð sem hefur verið lengi í undirbúningi. Það er alltaf gaman að skoða starfsumhverfi annarra leikskóla og leikskólakennara erlendis.